Thursday, September 01, 2005

Í skólanum,í skólanum...

Okei, skólinn byrjaður. Mætti í fyrsta tímann minn í dag sem heitir svo mikið sem Etnógrafía Eyjaálfu. Tíminn byrjaði kl.11:15, ég mætti kl.11:20 og hann var búinn kl.11:22. Já ég mundi segja að fyrsti dagurinn í skólanum hafi gengið eins og í sögu, mjög stuttri sögu en samt...

Fór niðrá Tíu Dropa í morgun til að fá mér kaffi og þannig og lenti auðvita á inntens kjaftatörn við Dísu (Gunna, þú veist hvað ég meina), kannski þess vegna sem ég var of sein í skólann fyrsta daginn. Svo þegar ég var að fara byrjaði ég að leita að hnútnum á svuntunni aftan á mér!! Sem var frekar undarleg hegðun því ég var ekki með neina svuntu og hef ekki sett slíkt apparat á mig í tvö ár eða svo, eða frá því ég hætti að vinna þarna. Veit ekki hvað þetta þýðir en að koma þarna inn er eins og að fara í gamla skó maður bara gerir eitthvað sem maður er vanur að gera án þess að hugsa um eitt né neitt. Verð að fara að herða skrúfurnar í hausnum á mér áður en ég fer í næsta tíma í skólanum. Vil ekki lenda í því að koma inn í tíma og labba upp að töflu og fara að kenna japönsku eins og ég gerði alltaf þegar.....what!! Note to self: kaupa herðingartæki fyrir heilaskrúfur.
Seinna

2 Comments:

At 12:38 PM, Blogger lara said...

hey babe! Júhú, fæ að vera fyrst til þess að commenta! Gaman að þú sért komin með síðu...ræ ræ ræ! Ég skal kenna þér að stilla klukkuna ef þú finnur ekki útúr því! Þar til síðar, LB

 
At 5:42 PM, Blogger Dancing queen said...

Hey skvis kvedjur fra Svergie! Eins gott ad thad hafi ekki verid of gaman i skolan an min thihi... Sakna thess sma ad sitja i HI med godan kaffi. Nuna er eg bara med hardsperrur endalausar hardsperrur.... Heyri i ther og fylgist med blogglifi thinu. Kvedja Unnsa Svergie!

 

Post a Comment

<< Home