Friday, September 02, 2005

Fanz Ferdí

Ætla að kíkja í Krikann í kvöld (ekki handakrikann samt, tékkaði á honum í sturtu áðan og hann var bara í fínu formi) og hlíða á tóna skosku hljómsveitarinnar Franz Ferdinand. Er ekki ennþá komin í neitt sérstakt rokkstuð, kannski af því að ég kann engin lög með þessari hljómsveit. Þegar ég segi kann engin, þá meina ég að ég get ekki sungið með neinum lögum og þekki ekki laglínurnar utan að sem mér hefur þótt mjög mikilvægt þegar ég fer á stóra tónleika sem þessa. Þið vitið, maður stendur svona rokklega, rétt fyrir aftan þvöguna (of fullorðin fyrir þá geðveiki) dillar sér í takt (samt ekki of mikið til að missa ekki kúlið) og mæmar nokkrar línur í hverju laga til að sýna öðrum að maður kunni þetta sko alveg utan að!! Eða gerði ég þetta þegar ég fór að sjá Brúðubílinn þegar ég var 8 ára, var orðin of gömul fyrir þvöguna fremst en vildi samt kíkja á svæðið til að sýna mig og sjá aðra...getur verið, maður er farinn að rugla þessu öllu saman. En eitt lag með Franz kann ég þó all vel og hef sungið ja, oftar en 10 sinnum í Sing Star og það er smellurinn Take me out. Flott lag en þegar ég heyri það líður mér eins og mér sé orðið bumbult af jarðaberja búðing með og miklum kankilsykri...
Vá, ég er svona spennt fyrir kvöldinu! Nei,nei smá ýkjur. En góða helgi allir saman og engan gammagang í miðbænum þið sem vitið hvað ég meina.
Seinna.

2 Comments:

At 3:00 PM, Blogger Ros said...

Hæ Here mín, kúl síða. Vonandi var gaman á tónleikunum:)
knús Rós

 
At 9:46 AM, Blogger mannfredo said...

Þeir áttu að vera í lok maí en þeim var frestað.... jú þú ert nú soldið klikk ehaggi..

 

Post a Comment

<< Home