Friday, September 16, 2005

Haustið í hausnum á mér

Ég hef fengið ábendingar um það að fólk skilji ekki hálft í því sem ég segi hér. En það verður bara að öppdeita skilningsvitin í hausnum á sér og vera í takt við nýja tíma. Ég lifi á tækni og framfara tímum og verð bara að haga mér í takt við það, annars verður maður undir í þessu samfélagi. Ókei, ég skildi nú sjálf ekki megnið af þessum pistli!

Er að fara að vinna í mínum ástsælu Bústöðum í kvöld, föstudag og er svo boðin í mojito-kveðju-boð í Kópavoginn. Ætla þar að knúsa nokkrar skvísur sem eru áleiðinni á vit ævintýranna í París í vetur og það er aldrei að vita nema maður skelli sér bara í heimsókn við gott tækifæri. Ætla nú samt ekkert að sleppa fram af mér beislinu í kvöld, ætla nefnilega að vera mætt á bókhlöðuna klukkan tíu í fyrramálið, úff ég er svo dugleg. Alltaf gott að hrósa sér fyrirfram...

En hvað er málið með þetta veður í dag!? Alveg eðal haustdrungafílingur. Sat í strætó áðan og hlustaði á Nirvana Unplugged og það átti svo vel við, þið munið kannski eftir sviðsskreytingunum á tónleikunum, hvernig voru litirnir?, jú haustlitir. Og mellonkollí fílingurinn eftir því. En ég var samt ekkert að hugsa um að sprauta mig með heróíni og semja lög um misjafna æsku mína og giftast síðan rokkdruslu allra tíma sem hefur ekki unnið sér inn neitt á eigin vegum, er bara fræg fyrir að vera ekkjan hans, huhum missti mig aðeins. Helvítis bleðlan...

En alla veganna haustið er yndislegt, njótið litanna og rigningarinnar.
Seinna

3 Comments:

At 7:28 PM, Anonymous Anonymous said...

Hey, great blog! I will bookmark you!

I have a credit cards online site. It pretty much covers credit cards online related stuff.

Come and have a look if you get time :-)

 
At 7:32 PM, Anonymous Anonymous said...

hú ðe hell.....

 
At 1:59 PM, Anonymous Anonymous said...

Ég skil þig alveg mín kæra, alltaf ákaflega skemmtileg lesning....stundum svolítið út úr kú....en alltaf jafn lovely.
Nákvæmlega....hú ðe hell....

 

Post a Comment

<< Home