Thursday, November 23, 2006

Óumbeðið hláturskast

Hvað gerir maður þegar maður er staddur í tíma í skólanum og það eru samnemendur að halda fyrirlestur og allt í einu fær maður þetta líka rosalega hláturskast. Hvað getur maður gert til þess að líta ekki út fyrir að vera algjör fáviti? Það vita allir hversu taugatrekkjandi það getur verið að halda svona fyrirlestra þó svo að maður kannist við flesta sem sitja kúrsinn. Hvað þá þegar einhverjir bjánar (ég og unnur) sitja úti í sal og eiga bágt með sig fyrir púkastælum! Það er bara einhvern veginn þannig að þegar maður byrjar að hlægja að einhverju(m) og maður má það alls ekki því að það er svo mikil óvirðing að þá bara magnast það upp og ALLT verður fyndið það má ekki læðast inn hugsun um massaðan karl á desktoppi, rasista (að eigin sögn) með skipt í miðju eða "glass eyed freak" þá bara er þetta búið. Allt mjög persónubundin dæmi, ég veit, en það skiptir ekki máli því að: Unnur ég held að þú sért sú eina sem lesir þetta bull í mér, hehe. En alla veganna þið/þú vitið eflaust alveg hvað ég meina. Úff það eymir enn af þessu síðasta hláturskasti í maganum á mér hehehehehehehe.....
jæja bæ

mynd: ég (til vinstri) og unnur (til hægri) í tíma í dag!

6 Comments:

At 8:22 PM, Anonymous Anonymous said...

hehe þekki þetta algjörlega, missti mig algjörlega um daginn þegar eldri kerling í bekknum var að lýsa syni sínum sem kraftaverki, mér fannst hún nefninlega vera hálfgerður vindverkur sjálf, þetta er alltaf svona guess you had to be there húmor.
Kveðja Töddson

 
At 12:46 PM, Blogger Dancing queen said...

Aha við erum fleirri. Ég hélt ég myndi skíta í mig í tíma ég vissi ekki hvert ég ætlaði þegar að Bjarki jokey tók til máls. Við erum nú meiri apakettirnir!

 
At 6:09 PM, Anonymous Anonymous said...

Ég les þig á hverjum degi - get bara ekki commentað úr vinnutölvunni.
Held að eitt það skemmtilegasta hláturkast sem ég hef fengið var með þér á ljósum við Hlemm. Ég hló svo mikið að ég gat ekki keyrt.
Hlæ hátt núna við það eitt að hugsa um þetta.

 
At 6:43 PM, Anonymous Anonymous said...

heheh...maðurinn með sebrapottlokið, ég man ekki hvað hann heitir...ég hló líka upphátt þegar ég las þetta komment hjá þér hahahahahhahahahah

 
At 4:11 AM, Blogger Ofurrauðkan said...

við höfum líka hlegið saman...er það ekki? ansk. af hverju man eg ekkert? en hei, verum í bandi!

 
At 4:00 PM, Blogger mannfredo said...

já Auður við hlóum nú svolítið mikið yfir Bangsímon kallinum þínum úti í Frakklandi, þegar hann hneigði sig og sagði "gúddag" hehehe það var ýkt fyndið, man ekkert af hverju

 

Post a Comment

<< Home