Friday, September 22, 2006

þvæla

Það er föstudagur og það er sól og það er gaman (vá ég er alltaf að tala um veðrið). En ég er ekki í sólinni því að ég vinn í gluggalausu rími sem er grafið ofan í jörðina... En nóg um það.

Ég er að fara í ógeðslega skemmtilega veislu á morgun (vonandi). Hlakka alveg mega mikið til að fara í afmælisveislu einnar ágætrar snyrtistofu hér í bæ því að ég var einu sinni að vinna þar og þess vegna fékk ég boð. Já ég ætla að skella mér og verða tipsí með heldri konum og tala um eitthvað snyrtilegt og lekkert, og segja "gasalega" mjög oft! Topp!

Fór að sjá Leonard Cohen myndina á kvikmyndahátíð um daginn og hún var fín. Hann er HEL sexí þessi maður...vá! Svo var líka Nick Cave í henni og hann tók I'm your man af mikilli snilld, hann er ekki sem verstur sjálfur þó svo að hann sé 14 kíló og með kómóver! En mæli alveg með þessari mynd fyrir þá sem hafa gaman af sögum og LC. Vill þó vara fólk við að U2 nær að troða sér þarna inn (god nows why!!!), skemmdi pínu fyrir en maður lifir það af. Hef gert það hingað til.

bless og góða helgi

á myndinni er ég að gleðjast með gömlu starfsfélögunum

1 Comments:

At 6:16 PM, Anonymous Anonymous said...

Hejsan,

góða skemmtun í kveld, kona góð. Bið að heilsa 2x27,5 frúnni ;)

Mr. NC er svo þræl nettur á velli og handabandið maður! Ha, hann bræddi mig alveg. Tíhíhíh. Ég gæti trúað að það sé stutt í lag hjá honum um rauðhærðar systur með íslenzkan valkyrju eldmóð og skökk bros. blablabla

 

Post a Comment

<< Home