Friday, August 18, 2006

Óvænt!!

Jæja, þá er bara sólahringur í hlaupið, spennan magnast!!
Í gær fór ég í surprise partý sem var haldið fyrir einn góðan vin á bar í bænum. Hann varð alveg orðlaus og ótrúlega glaður. Það er þó kannski aðeins of djúpt í árina tekið að segja að maðurinn hafi verið orðlaus því þetta var enginn annar en hann Giorgio og hélt hann bara 3 ræður og söng eitt lag (í sínu eigin afmæli) en á hans mælikvarða hlýtur það að teljast orðleysi!!
Ég fór að velta þessu fyrirbæri fyrir mér sem svona óvænt partý eru. Það hlýtur að vera alveg frábær tilfinning að halda að maður sé bara að fara á kaffihús með nokkrum vinum og svo tekur bara við þér risa hópur af fólki sem þekkir þig úr öllum áttum. Að vita til þess að allir hafi lagt það á sig að hafa samband og mynda net í kringum þig þannig að fólk úr sem flestum áttum geti komið. Allir svo alveg þvílíkt að passa að þú fattir ekki neitt. Alveg magnað. Ég ætla að fara að gera þetta. Bara af minnsta tilefni. Safna fullt af fólki saman til þess að fagna hinu og þessu hjá vinum mínum. T.d. ef Þórhallur (sem er á myndinni hér fyrir neðan) fær góðar niðurstöður úr ristilskoðuninni eða ef Sveinn höslar á djamminu á morgun...það eru ýmsir möguleikar í þessu.
ég smellti þessari mynd af giorgio í gær þegar hann mætti í partýið. sjáiði hvað hann er rosalega hissa...

3 Comments:

At 2:00 PM, Anonymous Anonymous said...

Skemmtilegt... viltu halda svona óvænt party handa mér þegar ég á næst afmæli...

 
At 9:17 PM, Anonymous Anonymous said...

Ja surprise party eru god! Var svo heppin ad fa eitt slikt thegar eg kom heim fra Bandarikjunum... mun aldrei gleyma theirri reynslu... var gjorsamlega hraedd upp ur skonum, en thad er onnur saga. Endilega skiladu godri afmaeliskvedju til Giorgio fra mer. Hvernig gekk svo hlaupid???

Linda sem bidur eftir ad fa stadfestingu a heimsokn thinni!!!

 
At 1:09 PM, Anonymous Anonymous said...

sko þegar ég er búin að vera heima að þrífa og baka, þvo og skrúbba, elda og blanda kokteil handa kallinum þegar hann kemur heim úr vinnunni þá finnst mér voða gaman að lesa bloggið þitt!! En hvernig heldur þú að mér líði þegar ég er búin að koma 3. og engar nýjar færslur eru skráðar!!! Taktu þig á kona

 

Post a Comment

<< Home