Tuesday, August 15, 2006

læri læri tækifæri

ég ætla að hlaupa 3 km í Reykjavíkur Maraþoni Glitnis! Jebb, ég bara hendi þessu hér með á alnetið eins og ekkert sé. Sumir mega halda því fram að ég muni aldrei getað staðið við þetta en jú, það get ég svarið að ég ætla... að reyna! Það er nú ekki eins og ég sé að tala um 42 km maraþon, spandex galli, vatnsbrúsabelti, sérhannaðir hlaupaskór og svitaband. Meira svona það sem kallast skemmtiskokk, gömlu ML-bekkjabúningsbuxurnar, músíktilrauna stuttermabolur og gamlir strigaskór sem ég ákvað að yrðu hlaupaskór og svitaband, það er það eina sem fær að fljóta með sem gæti kallast alvöru hlaupadót! Þið sem viljið koma og hvetja mig þá er ræs klukkan 11:00 á laugardagsmorgun, ætli ég verði ekki ca. hálftíma að skokka þetta þannig að ég verð í markinu um kl 11:30, hvet alla til að hvetja mig! Svo er það bara sund og svo menningarskammtur ársins. Sjáumst;-)
mynd til hægri:ég að æfa mig fyrir skemmtiskokkið á tánum...ég er svo mikið náttúrubarn

mynd til vinstri:vinir mínir Þórhallur og Sveinn að hvetja mig áfram

5 Comments:

At 12:49 PM, Anonymous Anonymous said...

Geggjad Hera min!!! Eg eg vaeri heima myndi eg koma med ther.. Thu ferd lett med thetta... svo er thad bara naest 5-10-42km. Eitthvad til thessa ad hlakka til!!! You go girl

Knus
Linda

 
At 1:30 PM, Anonymous Anonymous said...

Þakka þér fyrir stuðningin Linda mín, hann er sann kallaður byr undir báða vængi;)

 
At 7:54 PM, Blogger Dancing queen said...

Hera klapp, klapp, klapp! Hera klapp, klapp, klapp! Vhúúúúúuuuu....

 
At 11:41 AM, Anonymous Anonymous said...

já koma svo...

 
At 11:33 PM, Anonymous Anonymous said...

Þegar þú ferð 42 km þá mun ég koma með þér. Nenni ekki að standa í svona stuttum vegalengdum.

 

Post a Comment

<< Home