Monday, July 03, 2006

Helgin mín var svona aldeilis fín. Horfði á HM, djammaði pínu, söng eins og engill í singstar, svaf, át mikið og fór í alveg hreint æsispennandi fjallgöngu leiðangur á laugardaginn. Skellti mér upp í Botnsdal í Hvalfirði með Gunnu og Árna G. Auðvitað ekki hægt að búast við neinum venjulegum degi með þessum tveimur. Ferðin upp að Glym gekk nokkuð vel þó svo að á tímabili hafi Árni verið nærri því að sprengja okkar óþjálfuðu hjörtu og vöðva, við vinkonurnar erum ekki í alveg jafn góðu formi og fyrrnefndur Árni. En það gekk allt á endanum 0g við náðum að borða nestið okka á góðum stað nærri fossinum, ég var btw með lang lang heilsusamlegasta nestið, mjög stolt af því. Á bakaleiðinni ákváðum við aðeins að fara aðra leið og þurftum við að vaða yfir á á tveimur stöðum. Það gekk ekki betur en svo að ég missti skóna mína ofaní ána og gekk því í votum skóm til baka og Gunna henti sínum ofaní af mikilli snilld með þeim afleiðingum að þeir fóru á fullt skrið með straumnum niður ána. Hann Árni okkar var ekki lengi að klæða sig í skóna sína og hlaupa af stað á eftir skótuðrunum hennar Gunnu. Við sáum ekkert hvert hann fór maðurinn hljóp svo skart niður eftir (eins og honum einum er lagið) og vissum ekkert fyrr en við sáum hann koma til baka með veiði dagsins og stoltið skínandi. Gunna var mjög þakklát. Auðvitað þurfti ég líka að misstíga mig, er ennþá pínu aum en það var ekkert mál því ég gat hlegið endalaust af óförum vinkonu minnar,hehehe.
ég á toppinum á fjallinu

5 Comments:

At 11:19 PM, Anonymous Anonymous said...

Ég sem lét mig dreyma um að gerast kúluvarpari. Það er annars alveg fáranleg loftmótastaðan í þessum skóm!

Kv. G

 
At 7:24 PM, Blogger Dancing queen said...

Búin að skrá mig í Hí ætla reyndar að taka einhverja kúrsa í trúarbragðafræði en verð klárlega með þér í einhverju mannfræðisulli hehehe. Er búin að tilkynna mig í vinnu í B2 þannig það styttist í að allt falli í rétt form. Panta kaffi með Herunni við heimkomu! Kiss Unnur.

 
At 8:37 AM, Anonymous Anonymous said...

Vei, vei. Hlakka rosa mikið til að hitta þig unnsa mín:)

 
At 12:05 AM, Anonymous Anonymous said...

heheh skemmtileg ferðasaga, sé Árna alveg fyrir mér hleipa á skeið!! Dýrlegt alveg. Er á Egilsstöðum á leið á Lísuhól með viðkomu á Siglufjörð, voða gaman. Bíð bara að heilsa í bili
peace out

 
At 9:33 AM, Anonymous Anonymous said...

Hafðu það gott í sveitinni Gunnella mín. Vonandi lætur barnið þó ekki sjá sig fyrr en þið komið heim...væri agalegt ef Ebbi þyrfti að fara að taka á mót því í tjaldi...úff..

 

Post a Comment

<< Home