Wednesday, April 19, 2006

Að ganga í hægðum sínum

Jæja þá er ég komin aftur til Íslands eftir stutta en afbragðs góða dvöl í Danaveldi. Það voru ferskir straumar sem fóru um í Köben og Hilleröd þessa helgi fyrir tilstilli mína. Eins og ég nefndi hér að neðan verslaði ég fínt mikið. Tívolíið var ekki samt án mín og ég og mín ástkæra systir tókum smá session í símarifrildi á laugardagskvöldið eftir gott djamm, bara svona fyrir good-times-seik! Ég át eiginlega bara hvítt brauð alla ferðina og drakk smá bjór og klósettið hennar Kristínar fékk líka alveg að finna fyrir því morgunninn sem ég fór heim. Það gerðist nefnilega svolítið sem maður villa aldrei að gerist þegar slíkt ástand er, þið vitið. Já það var allt í einu ekki hægt að sturta niður!! En hún Krístín mín hefur nú upplifað rosalegri fnik og ...stöff. Man þegar aðalsportið í ML var að fara inn í annarra manna herbergi til þess að gera númer tvö. Herbergi þeirra Krístínar og Rósar var ósjaldan stinkandi...hehehe. Það þurfti ekki svona prakkaraskap til að fá lykt í herbergi okkar Jósu, við sáum alveg sjálfar um það hehehe.
Skítablesinn ég kveð í bili. Takk fyrir veturinn. Á morgun er komið sumar;-) E.s. hvar var þessi gaur um helgina?

0 Comments:

Post a Comment

<< Home