Monday, March 20, 2006

Heitur gaur, tarot og lélegasta mynd í heimi


Já helgin er liðin og hún var býsna/bísna(?) fín að þessu sinni. Byrjaði með Árshátíð mannfræði félagsins Ellisworth Huntington. Það partý gekk út á það eitt að haga sér eins og þegar maður var 18 ára og ég held að við höfum slegið heimsmet í trúnóleikjum. Mynd: partýið á föstudaginn.
Svo var haldið í bæinn og sú ferð var árangursrík og fræðandi!
Á laugardag fór ég svo í afmæli til Bylla og þar átti ég í samræðum við tvær aðrar um heitasta gaurinn á Íslandi í dag. Hann er í hljómsveitinni Reykjavík og þið megið geta hver það er sem við náðum að tala um í klukkutíma samfleitt...og slefa. Mynd: hér er verið að tala og slefa yfir heita gaurnum.
Í gær sunnudag elduðum ég og Jósa, sem kom í helgarferð á Seltjarnarnesið, silung og grasker og fleira gott og dóum næstum því úr sælu... Svo tókum við smá tarot session (takk fyrir það Gunna) og enduðum frábæra helgi á því að horfa á hræðilegustu mynd í heimi sem heitir Monster in Law (það er rétt hjá þér Siggi, Nesval er ekkert sérstaklega heit videoleiga)
Sem sagt..bros á vör og gleði í hjarta á mánudegi.

3 Comments:

At 5:16 PM, Anonymous Anonymous said...

Bara svo velkomið mín kæra! Hlakka geðveikt til að fá að taka þátt í slíku gamni með ykkur þegar ég kem heim!

 
At 8:42 AM, Blogger Dancing queen said...

Ellisworth Huntington ég sé að þið eruð að nota það árangursríka nafn frábært! Hann var tu**u góður kall, kannski svoldið misskilin en það erum við líka... Vá þetta var súrt. Góð helgi og ég spyr sjálfan mig hvernig þið hafið mixað graskerum og silungi. Forvitnilegt. Anywho kveðja úr fuglaflennsu Svíjunni. Unnsan

 
At 3:29 PM, Blogger Ofurrauðkan said...

koddíkaffi.

 

Post a Comment

<< Home