Friday, February 17, 2006

Afi Blússi

Ég vinn í holu. Ég kem hingað inn á morgnanna 3svar í viku og kveð þá dagsbirtuna fram á kvöld eða síðdegi. Hvernig er hægt að ætlast til að maður sé alltaf í góðu skapi þegar svona er ástatt. Veit'iggi! En hvað um það. Helginn er á næsta leiti og er Herbertinn nær fullbókaður í vinnu og lærdóm en ætlar þó að gefa sér tíma í Júróvísjón geðveikina. Talandi um það. Af hverju er/var fólk að æsa sig yfir Silvíu Nóttar málinu. Skil'iggi! Það fólk ætti bara að fara beint heim í beddann og dúsa(nýtt unglingaslangur, þýðir að sofa eða leggja sig) í nokkra mánuði. Vakna svo bara um miðjan maí og láta lítið fyrir sér fara. Ég vorkenni bara mest hinu fólkinu sem er að fara að keppa þarna á morgun. Allir að taka þetta rosa alvarlega og reyna að gera sitt besta. En Hebbi hefur lúmskan grun um að fólk á aldrinum 10-30 ára eigi í miklum meirihluta eftir að kjósa Silvíu. Persónulega finnst mér brandarinn í kringum hana alveg að verða búinn en ég er annsi hrædd um að ef hún skyldi vinna að þá eigi eftir að verða Silvíu Nætur Sprengja á Íslandi líkt og þegar Birgitta fór í Júróvisíon. Hjúkket að ég verð ekki að vinna á leikjanámskeiði í sumar sökum þessa. Mundi ekki meika gríslingana syngjandi Silvíu og takandi upp taktana hennar:-/ En þetta er allt bara EF. Hver veit? Svo vinnur kannski bara súpersmellurinn 100% hamingja með Idológeðinu Heiðu eða hitt ógeðið úr Idolinu sem er með prikið í rassinum, man ekki hvað lagið heitir. Ókei, hætt að röfla. Ætla að kveikja á þunglyndislampanum hérna og reyna að hressast.Ætti kannski aðeins að dúsa í hausinn á mér og ná gleðinni. Ble.
Þetta er ég á Valentínusardaginn. Sjáiði hvað ég fékk mikið af blómum, bjó mér bara til hatt og trefil úr þeim!

7 Comments:

At 11:59 PM, Anonymous Anonymous said...

Það er nú meira að það liggur vel á manni!

Sigrún í París

 
At 11:38 AM, Anonymous Anonymous said...

Ég kannast við holuþunglyndið. Þetta er mannskemmandi vinnustaður og það er ekki hægt að ætlast til þessa að maður skríðir úr holunni í blússandi hressum fíling.

 
At 7:20 PM, Anonymous Anonymous said...

Ja eg veit hvad thu meinar med thessari jurovision gedveiki... er reyndar mjog gott ad bua tha bara i utlondum, hef bara sed einn thatt med henni sylviu Nott og finnst hun enntha voda snidug. Hun gekk vist svoldid fram ad henni modur minni med thynnku latunum i Kastljosinu eftir ad hafa unnid! Ja thetta er bara ekki fyndid fyrir alla...Passadu thig nu a holunni... ekki god fyrir salina ef ekki er farid varlega. Knusiblus
Linda

 
At 2:03 PM, Anonymous Anonymous said...

Til í Kaffi í heimahúsinu!!! Verd í bandi vid heimkomu;)
Kvedja Unnsan

 
At 10:24 PM, Anonymous Anonymous said...

Ferlega lekker elskan.

Vertu nú kát krúttið mitt. Endilega bjallaðu nú á kerlu við tækifæri...


Luv..

GÁT

 
At 10:10 AM, Anonymous Anonymous said...

Ka, ertu bara hætt að blogga??
Kv. Siggi

 
At 10:57 AM, Blogger Ofurrauðkan said...

tek undir með síðasta ræðumanni, misstirðu hæfileikann til að skrifa eða er lífið þitt of spennandi til að eyða tíma í bloggÐ svo verðum við að fara að hittast, verðum í bandi! ;)

 

Post a Comment

<< Home