Friday, January 06, 2006

Rotin gríma?


Ég er svo fegin hvað þessi vika er búin að vera fljót að líða. Samt eru allir sem komu heim frá útlöndum um jólin að fara aftur:-( Þar með talin litla yndislega systir mín.
En það þýðir ekki að gráta það. Frekar að klæða sig úr öllum fötunum og hlaupa niður á strönd (sem er fyrir utan heima hjá mér núna) og taka rokkhlaupið á lífið. Kannski að klæða sig samt úr fötunum þegar maður er komin niður á strönd en ekki fyrir utan heima, god forbid að nágrannarnir sjái mitt alls nakta hörund, það var nóg að allir sem bjuggu í kringum mig á Bragagötunni hafi séð mig vegna ólukkulegra gluggatjaldaútbúnaðar. Topp! Góða helgi kæru vinir nær og fjær . Ps þessi mynd er af henni Nölu, kisunni minni, en hún deyr í dag. Bless, bless kæri vin:,(

3 Comments:

At 5:17 PM, Anonymous Anonymous said...

æji þetta var svo sorglegt, hún deyr í dag bless. Já já er að mygla og migla í Varmahlíða að reyna að komast suður. Myrkrið er svo svart svona út á landi, jejejej hlakka til að hitta þig í afm. í kvöld.
bless

 
At 8:49 PM, Anonymous Anonymous said...

Sæl Hera mín,

Ó, það er ömurlegt að þurfa að kveðja gæludýrin sín. Nala var nú samt heppin að eiga svona elskulega eigndur og þar af leiðandi ljómandi fínt kattarlíf.

Vona að þú skellir þér bráðum í heimsókn til mín :) Það er svo margt sem mig langar að sýna þér hérna í Liverpool. Annars gætum við líka gert plön um að hittast annarsstaðar í heiminum.

Leiðó að sjá ekki meira af þér á meðan ég var heima...þú ert eðal! Hafðu það gott kella.
Bestu kveðjur
Gunna

 
At 6:57 PM, Blogger a.tinstar said...

hera mín, snökt. innilega er ég hrygg með þér. klappi klapp úr fjarlægð....

 

Post a Comment

<< Home