Wednesday, October 26, 2005

Klukkrugl

Ég hef verið klukkuð af góðvinkonu minni Guðrúnu Ástu og hér skal því vera fylgt eftir:

1. Ég er sjónvarpssjúk. Tel þessa sýki mína vera á háu stigi og hún er farin að vera til trafala. Kann að mestu sjónvarpsdagskrána alla virka daga utan að, á öllum stöðvum sem ég hef aðgang að þ.e. RÚV, Sjár1 og Sirkus. Það sem meira er, er að það er þáttur sem ég má alls ekki missa af á öllum þessum stöðvum öll kvöld vikunnar(virka daga og sunnudaga). Þannig að ef ykkur vantar að vita hvað er í sjónvarpinu eitthvert kvöldið en eruð ekki með aðgang að dagsrártóli bara give me a call!

2. Ég elska að læra ný orð. Vinn með unglingum og á unglings bróðir þannig að ég er sífellt að læra ný "íslensk" orð. Nokkur dæmi: "Var gaman í gær? Já það var topp", "Úff mér líður alveg hellað", "Auður sem ég leigi með er alveg helluð í grímunni", " OMG, Jói er svo hot í mig", "Djöfull ertu rotinn í grímunni maður!", "Bíddu ertu að jödd'í mér?". Það er sem ég segi, ég verð alveg þvílíkt spennt í grímunni þegar ég læri ný helluð orð, OMG! Topp.

3. Ég er að komast betur og betur að því hvað ég var undarlegt barn. Þegar ég var yngri varð ég að lesa upphátt þegar ég las fyrir próf. Mamma kom stundum inn til mín og var alveg "Hera mín ertu til í að lækka aðeins í þér við erum að reyna að horfa á sjónvarpið". Við erum að tala um mig ca 10, 11,12 ára, alveg steikta í grímunni. Svo var ég með sérstaka tækni til að muna. Það var þannig að ég setti fingurna saman í hrúgu og sagði það sem ég þurfti að muna í fingurgómana og tróð því svo inn í hausinn, tvisvar báðumeginn. Topp!

4. Ég haf aldrei smakkað rjúpu né prófað snjóbretti.

5. Ég á ennþá föt inní skáp frá því ég var í 10.bekk. Er að geyma þau þar til þau koma aftur í tísku! Veit samt ekki afhverju því ég mun aldrei passa aftur í þau og guð minn góður þau er svo ljót, það er ekkert jödd.

jæja þá er þessu rugli lokið, yfir.

1 Comments:

At 4:13 PM, Anonymous Anonymous said...

Gaman að þessu, alveg topp! Ég var samt alveg viss um að þú myndir segja frá bringuhárunum og vörtunni á hægri rasskinninni. Nei,nei, bara djóka...

 

Post a Comment

<< Home