Friday, October 14, 2005

Helgarpælingar

mmmmm...það er að koma helgi. Ég finn lyktina...mmmm..já. Ég elska lífið um helgar og ég held að karmað mitt (hvað sem það nú er) sé að lagast. Kannski er það bara berta um helgar. Kannski af því að mér finnst lífið skemmtilegra um helgar. Kannski hefði ég frekar átt að heita Helga. ætli lífið væri alltaf skemmtilegt ef ég héti Helga? Nei þá væri það líklega alveg ömurlegt á virkum dögum. Ég ætti kannski að fá mér kött og skíra hann Helga. Kannski ég ætti að skíra hann Helgi Virkurdagur. Ætli ég væri þá búin að tryggja mér skemmtilegheit alltaf? En á helgidögum sem eru ekki um helgar eins og annar í stöffi og uppstigningadagur og þannig, væru þeir þá ömurlegir? Kannski ég skíri köttinn bara Helgi Virkudagur Ársson. Væri ég þá gulltryggð með skemmtilegheit allan ársinshring fyrir lísftíð? Hvað ef kötturinn mundi deyja? Gæti ég bara fengið mér annan eins og ekkert væri? Kannski ég ætti bara að hætti þessu bulli og haldi áfram að vinna eins og ekkert hafi í skorist. ókei. Mynd: ég og kötturinn Helgi Vikudagur Árss.

Góða helgi allir

4 Comments:

At 8:30 PM, Anonymous Anonymous said...

Og sem ég var að lesa þetta birtist Tom Jones í sjónkanum mínum og söng fulluhálsi: What´s new pussycat.voóvoóvoó...já svona getur lífið nú verið skemmtilegt.

 
At 11:44 AM, Anonymous Anonymous said...

Mér var að berast bréfið...Ji, það er svo þykkt og þétt skrifað...get ekki beðið eftir að lesa það. Jibbí!

 
At 5:16 PM, Anonymous Anonymous said...

hlakka til að fá svar....

 
At 6:08 PM, Anonymous Anonymous said...

God paeling! En eg held samt ad thetta se alltaf spurning um state of mind! Svo er madur lika i frii um helgar... thad gaeti verid sem gerir thaer svona skemmtilegar. En endilega fadu ther kott, kettir lifga aldeilis upp a lifid, um helgar sem allra adra daga. Knus og saknadar-kossar.. Linda litla

 

Post a Comment

<< Home