Tuesday, September 27, 2005

Bömmer eða sjálfsendurskoðun?

Hér með er mikilvæg ákvörðun tekin í lífi mínu! Ég er hætta að misbjóða búki mínum með því að hella niðursoðnum vökva í grímuna helgi eftir helgi þannig að ég engist um í volæði og vanlíðan daginn eftir! Þið eruð vitni um þetta kæru vinir. Án djóks þá er þetta ekki lífsmátinn sem ég hafði í huga þegar ég var lítil og horfði með stjörnur í augunum til glæstrar framtíðar með blóm í haga. Eins og hefur komið fram hér á þessari síðu að þá er ég að eldast og ég vil ekki vera gömul, hrukkótt og lifuð fyrir aldur fram vegna þess lífstíls sem ég hef verið að lifa undanfarið. Ekki það að ég sjái eftir síðustu árum á barnum og í hinum og þessum partýum, það er bara kominn tími til að hægja á ferðinni, staldra við og njóta augnablikanna án þess að þjóta framhjá á blússandi hraða 21. aldarinnar. Og hananú!
Ok, tékkum hvað ég hef um þetta að segja á föstudaginn þegar helgar púkinn fer á stjá. Verður sjálfsaginn til staðar? Mun ég hugsa um heilasellurnar sem hugsanlega verða drepnar í massavís? Er mér sama um fjöldamorð frumna sem gætu gert mig að forseta íslenska lýðveldisins einn góðan veðurdag eða Mannfræðingi Ísland árið 2020 ef þær fengju að lifa? Þetta eru allt spurningar sem vert er að velta fyrir sér áður en búkur er fylltur og sjálfstjórnin er fyrir bí. Hugsið um þetta kæru vinir...

8 Comments:

At 11:45 AM, Anonymous Anonymous said...

Þetta er fast að orði kveðið! Til að auka pressuna þá ætla ég að MANA þig til að standa við stóru orðin...I dare you, luv!

 
At 11:47 AM, Anonymous Anonymous said...

Veivei tókst að kommenta á síðunni þinni. Búin að reyna tvisvar áður en núna tókst það. Jibbí :)

 
At 11:55 AM, Anonymous Anonymous said...

Hvað Hera stuðbolti að hverfa af skemmtistöðum borgarinnar...what is the world coming to?? :)

Mér finnst þetta góð stefna hjá þér, Hera. Það er ágætt að djamma, en djammið verður hálf flatt ef að þetta kemst í venjubundna rútínu..I´m all for að djamma 2 x í mánuði, en hverja helgi báða dagana er ekki gott (ekki það að Hera hafi verið svoleiðis)...hvað er ég að babbla..
Kv. Siggi

 
At 12:59 PM, Blogger Dancing queen said...

já ég er ekki frá því að ég sé sammála Sigganum. Maður veit nú hvernig þetta edrú líf er og já það er fínt;) En tvisvar í mánuði hljómar eðlilega... Hlakka til að fá uppskriftina.
Kveðja Unnsan

 
At 2:30 PM, Anonymous Anonymous said...

Styð þessa breytingu á lífsstíl þínum, tók þessar ákvörðun einnig hér um árið og endaði á landsbyggðinni. Ákaflega hressandi og skemmtilegur lífsstíll.

 
At 6:12 PM, Anonymous Anonymous said...

Vá ég á frábæra vini:-) Takk fyrir stuðninginn. Gunna ég tek þessu mani og nú er bara að bíða og sjá... Verð ég búin að klóra úr mér augun á sunnudaginn eða verð ég farin að horfa á Þak yfir höfuðið í leit að húsnæði á landsbyggðinni???

 
At 11:38 AM, Anonymous Anonymous said...

Ja tjutt endalaust getur sko alveg tekid a... Her i London er litid um svona svakaleg djomm eins og i borg ottans, thad er mjog hressandi ad vakna a laugardagsmorgni og vera fersk!!! Vaeri samt alveg i somu stodu og thu ef eg vaeri enntha heima. Gangi ther vel i thessu...

Lindan

 
At 12:23 PM, Anonymous Anonymous said...

Hera mín!
Róleg með stóru yfirlýsingarnar. Hver kannast ekki við smá mánudagsmæðu á þriðjudegi.
Óska þér engu að síður góðs gengis.
Sjáumst á barnum um helgina.

 

Post a Comment

<< Home