Sunday, September 18, 2005

Helgaruppgjör

Föstudagskvöldið fór ekki alveg eins og ég hafði ímyndað mér. Ég drakk pínulítið of mikið af mojito og fór í bæinn og allt og var svo ekki komin heim til mín fyrr en kl. 14 næsta dag sem þýðir að bókhlöðuferðin mín fyrirhugaða varð að engu (jinxaði líklega ferðina með því að hrósa mér fyrirfram). Nánari útskýringar á þessu verður EKKI að finna hér á þessari síðu... En það var samt alveg mjög skemmtilegt þetta kvöld/nótt. Gisti svo hjá mömmu í nótt (lau) en svaf ekki mikið því systir mín kær hringdi vælandi, skjálfandi og emjandi yfir einhverju sem ég gat engan veginn skilið en auðvitað hoppaði ég upp í bíl(inn með hverjum sem er...!) og þeystist niðrí bæ til að knúsa greyjið. Svo hlógum við bara að öllu saman í morgun. Bókhlöðuna gat ég svo ekki flúið í dag og bókunum var ekki hlíft fyrir áköfum flettingum mínum og störu... en nú er verið að loka og því ætla ég að hoppa út í sólina og gera eitthvað skemmtilegt. Hrekk alltaf jafn mikið í kút þegar tilkynningin glymur hér í húsinu um að það sé verið að fara að loka, þetta er alveg óþarflega hátt.
Bless í bili.

2 Comments:

At 9:06 PM, Anonymous Anonymous said...

hehehehehe
hlakka til að heyra söguna alla um hvað það var sem náði að afvegaleiða þig svona hrikalega. Hvað getur verið meira spennandi en fara snemma að sofa og vakna í birtingu og skunda á hlöðuna, humm mér dettur bara ekkert í hug, humm ja nema kannski ***** heheh heheheh múhahahahmúhahaha kveðja
kynlífsdjöfullinn í norðri

 
At 2:41 PM, Anonymous Anonymous said...

Þú hittir naglann á höfuðið...hehehe

 

Post a Comment

<< Home