Tuesday, September 20, 2005

Góðan daginn frú mín góð...


Esjan er orðin hvít! Ja hérna hér. Var líka að labba áðan (úti) og það kom slidda, slidda, skrítið orð. En ég er greinilega að verða gömul því ég tala bara um veðrið, það er alveg greinilegt, fer ekkert leynt með það.
Var að horfa á Emmy-verðlaunin á sunnudagsnótt og viti menn þeir voru ekkert að leyna því hver vinnur Americas Next, bastarðarnir. Svona er það að vera svona mikið eftir á í þessum bransa. Djö, nú verður ekkert gaman að horfa á þetta. En ég ætla nú samt ekkert að vera að deila því með ykkur hver hreppir titilinn, það væri nú ekki gaman fyrir suma..
Er á bókhlöðunni og fólk er bara að tala í síma og hafa háfaða. Ég bara skil þetta ekki, hvað er málið? Er ég bara orðin svona gömul og pirruð og ný símatalandi kynslóð á bókasöfnum tekin við.. Ja, ég botna bara ekkert í þessu. Skellti inn einni mynd af mér í strætó í dag.. Var að taka stöðuna á vindganginum!

3 Comments:

At 11:45 AM, Anonymous Anonymous said...

Hera mín, þú ert að eldast, talar um veðrið og hvað fólk hafi hátt í kringum þig...hehehe

Ég er nú sammála þér með djös truflanir á bókhlöðunni... getur verið óþolandi þegar maður er kominn á flug í lestrinum og þá er e-ð fífl að tala í símann eða "pískra"...sumir kunna ekki að hvísla.

En það er nú dálítið kósí að sjá snjó í Esjunni...

Kv. Siggi

 
At 5:19 PM, Anonymous Anonymous said...

Ó en gaman að heyra í ykkur fyrverandi Bústaðalúsum:-) Er í vinnunni núna og sakna ykkar fullt:-/

 
At 6:46 PM, Anonymous Anonymous said...

Góð mynd af þér ;)Eins gott fyrir þig að kjafta ekki frá hver vinnur...þá verð ég brjál he he he

 

Post a Comment

<< Home