Friday, September 23, 2005

Leitin að raunveruleikanum

Ég er svo hrikalega stolt af mér í dag. Ég veit ekki hvort þið trúið þessu upp á mig en ég vaknaði klukkan 7 og var mætt í ræktina með Birnu klukkan 7:30! Vá ég trúi þessu varla sjálf... Vaknaði sem sagt við mína eigin vekjaraklukku, sem er reyndar eins og hún sé að deyja þegar hún hringir (keypti hana líka second-hand í París í vor) og símann hjá gaurnum á neðrihæðinni sem ég kýs að kalla Þorparann vegna þess að hann hlustar á lagið Þorparinn með Pálma Gunnars endalaust og n.b. ég heyri nákvæm orðaskil í þeim skötuhjúum. Ég veit örugglega meira um þau en bestu vinir þeirra, en ég fer nú ekki nánar út í það hér. Eftir að hafa barið sjálfa mig fram úr rúminu og hugsað til Birnu sem kom í strætó frá þeim guðs volaða stað Grafarvogi, stökk ég upp á hjólið mitt og lét mig renna á Háskólasvæðið. Þurfti reyndar svolítið að reyna á mig í Hljómskálagarðinum vegna strekkings að norðan og fékk þar að auki smá gusu úr tjörninn á mig, ekki mjör bragðgott. En ég meikaði það í íþróttahúsið og við púluðum í góðan hálftíma eða svo og síðan héldum við fílelfdar á Bókhlöðuna og réðumst á bækurnar og tilbúnar að sigra heiminn. Held að ég fari að gera þetta að vana nú þegar maður er kominn með félaga í gymmið. Sjáum til hvernig það gengur. Myndin er af mér í morgun að púla..
En að öðru. Hver sá Leitina að ísl. bachelornum í gær? Rétt upp hönd. Æ, þetta er nú eitthvað mis. Þegar maður miðar þetta við bandarísku þættina að þá vantar allan glamúr og allt glans á þetta sem gerir þættina svo (ó)raunverulega. Þetta var einhven veginn of raunverulegt sem er samt hálf asnalegt að segja um raunveruleikaþátt. En ég meina ég er ekkert að horfa á sjónvarpið til þessa að upplifa einhven raunveruleika, ég lifi bara í mínum raunveruleika. Ég vil bara ýktar tilfinningar og framkomu sem ég get gagnrýnt og hlegið að, ekki bara eitthvað fólk sem er að segja bara venjulega hluti. Bind núna miklar vonir við Ástarfleygið á Sirkus, vona að þar verði einhverjir froðuhausar, súpandi geislavirka drykki sem fá þau til að roðfletta mann og annan! En sjáum hvað setur.
Hætt blaðri í bili.

1 Comments:

At 4:31 PM, Anonymous Anonymous said...

Áfram með þetta stelpa........er í baráttunni.... á ég að fara í dag eða á morgun....ég fer í dag.

 

Post a Comment

<< Home