Thursday, September 29, 2005

Good times...

Var að skoða bloggsíðu Gunnu vinkonu áðan og sprakk úr hlátri yfir mynd sem hún setti þar inn af sér frá því í 10. bekk tékkið á því http://blog.central.is/liverpoolfarar Ég tók þessa mynd og þið getið ekki ímyndað ykkur hvernig ég leit út akkúrat þennan sama dag, ó mæ god!
En ég hef verið að hugsa til baka þessa dagana. Fór nefnilega í partý um daginn þar sem gamlir skólafélagar úr Laugarlæk og Laugarnes vour saman komnir auka annarra og voru gamlar Skólafélagar mínir bækur uppi á borðum. Þarna voru ég og bekkjarfélagar mínir úr 3. til 7. bekk í einhvers konar persónuleika prófum um það hver væri þyngst(ur), hver hafði hæstu markmiðin í lífinu í flokknum " ég ætla að verða", hvað færi mest í taugarnar á manni og hvernig tónlist maður hlustaði á. Man ég hvað maður lagði mikinn metnað í að koma vel út í þessum bókum (alla veganna ég) og vera ávallt hnittin og sprellandi í svörum sínum. Það fór ýkt mikið í taugarnar á mér fólk sem sagði "veit ekki" trekk í trekk, og gerir reyndar enn í dag en það er önnur saga. Í þessu partýi sem ég minntist á grétum við hreinlega úr hlátri yfir mjög svo fyndnum svörum okkar og hefði mig ekki getað grunað það hversu mikla lukku þessar bækur ættu eftir að vekja ca 15 árum seinna. Í 3. bekk hafði ég til dæmis skrifað að uppáhalds námsgreinin mín væri stafsetning nema hvað að ég gerði stafsetningarvillu í orðinu stafsetning, skrifaði "stafsening"! Svo hafði ég sagt í flokknum "mér leiðist mest" að það væri að tala við Gísla sem er líka fyndið fyrir þær sakir að Gísl er einn af þeim sem mér finnst hvað skemmtilegastir úr grunnskólavinahópnum. Uppáhalds lagið mitt úr 5. bekk var svo "menn inda minró" sem átti víst að vera Man in the mirror með Michael Jackson. Svona gæti ég haldið lengi haldið áfram en ég hvet ykkur öll til þess að grafa þessar gersemar upp ef þið eruð að fara að bjóða gömlum skólafélögum í heimsókn, ég garantera mikið stuð, þ.e.a.s. ef vinir ykkar hafi verið duglegir við að segja það sem þeim finnst ár eftir ár og sagt gullmola líkt og ég og ein vinkona úr 7. bekk um uppáhalds hljómsveitina " allaveganna ekki White Snake"

3 Comments:

At 5:43 PM, Anonymous Anonymous said...

Rækarlins!..að missa af þessu partýi maður.
Úff, ég grenjaði úr hlátri yfir þessu bloggi. Manstu þegar að þú skrifaðir kjúttlingur á stafsetningarprófi og skildir ekkert í því að, fá villu? "Hvað, maður segir KJÚTTLINGUR!"
Já, þetta voru svo sannarlega góðir tímar.

 
At 12:47 PM, Blogger mannfredo said...

Já hvaða skynvilla var það í hausnum á mér sem fékk mig til að halda að ég væri góð í stafsetningu? Kannski finnst manni bara það skemmtilegast sem maður er alveg hauslaus í.

 
At 9:56 AM, Anonymous Anonymous said...

Ja, það er allt í lagi að finnast gaman af hlutum sem maður er ekki góður í. Eins og til dæmis þá finnst mér mjög gaman í Badminton en ég er mjög lélegur spilari. Svo veit maður um fólk sem finnst gaman að sofa hjá þó það sé ekki gott í því...skiluru. Það skiptir bara mestu máli að taka þátt og gera sitt besta...ekki satt ;)

 

Post a Comment

<< Home