Monday, October 03, 2005

Æskuminningar

Þegar ég var að labba í skólan í morgun blasti við mér risastórt sirkustjald fyrir framan Háskólan. Varð ég öll þvílíkt spennt í skinninu og hugsaði til þess yndilega tíma þegar sirkusinn kom ár eftir ár í Laugardalinn. Ohh, það var svo skemmtilegt. Man að ég fór einu sinni með æskuvinkonu minni og mamma gaf mér fimmhundruðkall til að ég gæti keypt mér eitthvað auka t.d. kandíflos eða eitthvað svoleiðis sirkuslegt. En nei, ég var nátturulega enginn venjulegur krakki og þegar sirkus var annars vegar gilti ekkert annað. Ég þurfi náttúrulega að eignast risastórt pappírslíkan af sirkusnum og öllu honum tilheyandi. Þetta var heljarinnar flykki, úr pappír, sem þurfti að setja saman og alles. Ég fór með þetta heim og ég er nokkuð viss umað mamma hafi horft á mig og bara hrist hausinn. Nú til að gera langa sögu stutta að þá setti ég líkanið aldrei saman, veit eiginlega ekkert hvað varð um það og það sem meira er, þetta sirkutjald sem ég sá í morgun inniheldur engann sirkus, heldur er það fyrir bjórsvolgrandi stúdenta sem hyggjast líkja eftir einhverri sveittri þýskri stemmningu þar um helgina...phu, það er sko ekki fyrir mig..

3 Comments:

At 9:43 PM, Anonymous Anonymous said...

Ó já hvað það var gaman að þegar sirkusinn kom í hverfið. Gott hjá þér að lýsa bara stóru frati á sveitta týskara stemmingu í sirkustjaldi...ferðu ekki bara á Sirkus í staðinn?

 
At 10:41 AM, Anonymous Anonymous said...

Þýsk bjórstemmning hentar ekki nýju lífsstílsbreytingum Herunnar.

 
At 7:58 PM, Anonymous Anonymous said...

Fyrir ykkur sem viljið vita að þá var ég voðalega dugleg um helgina(þurfti reyndar ekkert að reyna á mig), var bara að vinna og í kósýheitum heima fyrir. En allt annað verður upp á teningnum næstu helgi. Þá er fyrirhuguð leikhúsferð og matarboð þannig að glans og glamúr verður aftur tekinn upp úr töskunni, ekki þó þannig að bömmerinn berji að dyrum!

 

Post a Comment

<< Home