Wednesday, October 05, 2005

Eru baunapungar betri en frostpinnar?

Jæja þá er litla systir mín flogin úr hreiðrinu og kemur ekki aftur fyrr en eftir 10 vikur, úff en það verður fljótt að líða. Þá verð ég líka komin í jólafrí, vúhú. Danaveldi hefur nú fengið hana Láru mín í hendurnar og þegar amma var að kveðja hana í gær sagði hún "..og þú ferð nú ekki að koma með neina baunapunga til Íslands!" Þá meinar hún auðvitað stráka. En hvað er málið með þetta bauna viðurnefni ég hef aldrei náð því, hehe, baunapungur það er fyndið, hehe.
Var að labba í skólann í gær kvöldi og hitti þar fyrir einn ýkt sætan kött. Ég fór eitthvað að klappa honum og tala við hann, var svo eitthvað að reyna að taka mynd af honum(með næturstillta símanum mínum) en hann vildi ekki vera kjur. Þetta var í Hljómskálagarðinum og ég hélt að ég væri ein á ferli, en nei allt í einu labbaði einhver strákur framhjá mér, akkúrat þegar ég var að segja við köttinn "vertu kjur", veit ekki hvort það kom vel út. En ég hætti að reyna að taka mynd af honum og dreif mig á námskeiðið upp í skóla. Nú, þegar það var hálfnað kemur köttur inn um gluggan og viti menn, var það ekki sama krílið og ég hafði verið að klappa, já klappa! Nema hvað, allir verða ýkt eitthvað "oh, sjáiði köttin", "oh, dúllan" , nema ég segi upphátt "hei, þetta er kötturinn sem ég var að tala við í Hljómskálagarðinum áðan". Allir hættu að horfa á köttinn og horfðu á mig í staðinn. Hvað gerist? Auðvita roðnaði ég ýkt mikið eins og vanalega og hugsaði bara inn í mér, "ég meina kötturinn sem ég var að klappa, klappa ekki tala við,hehe.." En ég sagði ekkert og námskeiðið hélt bara áfram.
Eru piparjónku einkennin að færast yfir mig eða?

2 Comments:

At 9:53 AM, Anonymous Anonymous said...

Híhíhí...húhúhú. Hviss, bamm, búmm hún er orðin kelling!

Nei, nei, Hera mín. Þú ert bara skondin og skemmtileg stúlka. Mér finnst þetta mjög eðlilegt...tala nú meira eða minna við sjálfa mig allan daginn.

 
At 11:49 AM, Anonymous Anonymous said...

Hæ Hera mín... Hjördís í dagvinnunni hér:) Forvitnin er að drepa mig, hvernig gekk sjálfsaginn um helgina?

KV. HJördís

 

Post a Comment

<< Home