Thursday, October 13, 2005

Krapp dagsins








Þetta er mynd af mér að bíða eftir strætó í gær.
Karmað mitt er ekki gott í dag. Veit ekki af hverju. Hvernig er hægt að verðskulda vont karma? Ég er ekki vond manneskja né ill og ég er ekki búin að vera að gera neitt dapurlegt eins og að sofa á daginn og standa mig ekki í skólanum og borða óhollan mat, nei bíddu nú við...
Hvað sem því líður að þá er allt búið að vera á afturfótunum í dag. Samt á hinn undarlegasta máta. Bara einhvern veginn þannig að ég get ekki útskýrt það. Er þetta ekki skemmtileg lesning? Gúggenheimer...!
Hef ekkert skrifað síðan fyrir helgi þegar púkinn var að hreiðra um sig og hann gerði það svo sannarlega. Fór á Októberfest með Sverri, datt íða á bar eftir leikhúsið á fös, ýkt skemmtilegt en afar undarlegt kvöld,nótt og morgun! Svaf svo framm á eftirmiðdag og fór í matarboð á lau. með prinsum allra tíma, úff var farin að sakna húlíóanna minna mikið. Svaf svo til kl.17 og fór þá í mat til mömmu og saknaði Láru sys gífurlega. Sem minnir mig á aðalfréttina. Móðir mín kær er orðin kvikmyndastjarna!!! Hún "leikur" eitt af aðalhlutverkunum í heimildarmyndinni Kórinn eftir Silju Hauks. Frábærlega einlæg mynd um miðaldra kórkellingar. Mæli með henni, meira að segja Númi bróðir hló ýkt mikið. Okkur var að sjálfsögðu boðið á frumsýninguna og svo í netta móttöku í Ráðhúsinu þar sem herfan borgarstjórinn hélt partý.

3 Comments:

At 4:24 PM, Anonymous Anonymous said...

Elsku Heran mín! Vona að það morgundagurinn verði betri...Annars eru nokkur atriði

1. Viltu tæma póstinn þinn svo ég geti sent þér línu
2. Mig langar í bréf... er eitthvað sem þú getur gert í því...ég veit þú átt frímerki, þú sagðir mér það!
3. Mig langar mikið að sjá þessa mynd með henni móður þinni í aðalhlutverki.
4. Viltu segja mér meira um undarlegt kvöld, nótt og morgun.
5. Ég er sammála þér að borgarstórinn okkar er herfa...kjósum okkur nú eitthvað almennilegt næst, nei hey bíddu kusum hana aldrei og ekki heldur Þórólf, æi stjórnmál eru of flókin og leiðileg. Hættum bara að kjósa og látum Jóhannes og Björgólf um þetta...ekki?
6. Hafðu það gott...vertu í bandi :)
7. Bestu kveðjur
8. Gunna

 
At 5:21 PM, Anonymous Anonymous said...

Um bréfaskrif til Gunnu:
- Er að vinna í því
- Mikið að gera og um margt að skrifa
- Þar færðu að vita allt um kvöld, nótt og morgun
- Sakna þín ýkt mikið (það átti að koma í bréfinu en gat ekki hamið mig núna)
- Lofa að senda það fyrir helgi, þá færðu það á mán. :-)

 
At 9:28 AM, Anonymous Anonymous said...

Jibbí, ég hlakka svo til...ég hlakka alltaf svo til... en það er langt, ó svo langt að bíða...og allir dagar svo lengi að líða...

Sakna þín líka!

Bestu kveðjur
Gunna

 

Post a Comment

<< Home