Wednesday, October 19, 2005

Jónas Jónson & co.

Jæja. Helgi búinn með allri sinni vitleysu og vitstoli. Átti góðan laugardag í faðmi vina og samstarfsfélaga mis vitlausa og vitstola en allir jafn góðhjartaðir (á yfirborðinu að minnsta kosti).
Átti í samræðum um daginn við vinnufélaga mína og var umræðuefnið líkamslögun. Hef eitt ófáum mínútum í að skeggræða það við mína ágætu vinnufélaga, þó sértaklega tvo þeirra. Málið var hvort okkur finndist það lögulegra fyrir kvenmann að vera með mjótt mitti og breiðar mjaðmir eða mjóar lappir og smá fitu á maganum. Nú, ræddum við þetta nokkuð en komumst svo sem ekki að neinni niðurstöðu, það reyndar er kannski ekki tilgangurinn í svona umræðu, meira svona hverjum finnst hvað og af hverju. Þannig komst ég að því að einum félaganum finnst vaxtalagið mjóar lappir, pínu fita á maga vera betra (fallegra!?) vegna þess að það er auðveldara að vinna með breiðan maga en breið læri! Vinna með! Hann myndi sem sagt byrja á því að reyna að breyta manneskjunni. Arg.. ég þoli ekki svona. Má maður ekki bara vera með klípíklíp hér og þar án þess að fólk vilji breyta manni eða haldi að maður væri betur komin án smá aukafitu?
ein óggisslega ýkt pirruð ekkað

2 Comments:

At 7:33 PM, Anonymous Anonymous said...

Byrja á því að þessi Anonymus..er alveg hillaríus gæji...er hann að vinna með þér?

Annars er ég bara á því, verandi með fitu á maganum, rassinum og stór og mikil læri, að það skipti bara ekki neinu máli á meðan maður er við ágæta heilsu og á kærast...nei ég meinti og er ánægður með sitt líf. Svona perósnulega þá finnst mér bara svo margt annað skipta meira máli en jöfn dreifing lítillar fitu á líkamanum.
P.s. Mér finnst þú falleg utan sem innan :)

 
At 4:39 PM, Anonymous Anonymous said...

Verð pirruð þegar ég heyri svona asnaleg svör við annars ágætri umræðu. Algerlega sammála því að það er svo miklu meira sem skiptir máli en jöfn dreifing fitu á líkamann. Við erum allar ótrúlega, þrátt fyrir auka hér og auka þar.

 

Post a Comment

<< Home