Wednesday, November 02, 2005

Það er svo gaman þegar maður lendir í hláturskasti (lendir í?), ég meina fær hláturskast og svo þegar maður er að deyja úr hlátri, nær ekki andanum, fer hugurinn út fyrir mann og maður fer að sjá fyrir sér hvernig annað hvort fyndna atvikið leit út eða hvernig maður lítur út að deyja úr hlátri kannski þar sem maður á ekkert að vera að hlæja svona mikið. Ég skal gefa ykkur þrjú dæmi.
1. Var einu sinni heima hjá foreldrum einnar ML vinkonu og við vorum í þynnku, búnar að borða mikið nammi og snakka, hakka eins og okkur er einum lagið! Svo fékk mín hláturskast (man ekkert af hverju) og var að míga í mig af hlátri, hljóp á klósettið og frussaði úr friðrikunni! Svo prumpaði ég svona líka rosalega og í klósettið þannig að það bergmálaði um hebergið. Þetta væri náttúrulega ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að pabbi hennar var í næsta herbergi og hann heyrði þetta pottþétt og ég náttúrulega dó úr hlátri og gat ekki hamið mig, svo fór ég út fyrir mig og fór að sjá mig fyrir mér sitjandi á klósettinu (eins og þið eruð örugglega að gera núna..mmm..næs) í hláturskasti yfir prumpi í klósett!
2. Var að keyra með mömmu um daginn. Hún var að keyra pólóinn sem hún bara með einhverju móti getur ekki! Vorum bara í tjillinu á rauðu ljósi í brekku. Svo kemur grænt og mamma tætir af stað og þá hafði sætið hennar greinilega ekki verið alveg fast þannig að það hrekkur til og við báðar missum okkur á vit hlátursins og hún að keyra, auðvitað á 5 km hraða því við hlógum svo mikið og þá fór ég út fyrir mig og ....
3. Var aftur að keyra með tveimur vinkonum um daginn og við vorum á leiðinni á karlakóramót í Hafnarfirðinum. Það var ýkt mikill nýfallinn snjór og hálka og við alveg massamikið klæddar (á leiðinni á karlakóramót nota bene) á sumardekkjum. Svo rann bíllinn til í hálku á hringtorgi og við riktumst allar til, kappklæddar, í Hafnafirðinum, á leið á karlakóramót og þá gat ég bara ekki annað en farið út fyrir mig og þá.....
Jamm, fattiði ekki alveg hvað ég meina!!?
Þriðja dæmið endaði samt þannig að við tímdum ekki að borga okkur 2000 krónur inn (sem við sáum reyndar seinna eftir) þannig að við fórum í Nóatún og keyptum okkur nautakjöt, döðruðum aðeins við gæjana í kjötborðinu (sem fóru bæ ðe vei í blað/skæri/steinn um hver ætti að afgreiða okkur) fórum svo heim og hökkuðum (í okkur nautið mmm) Ég að tékka:
Seinna..

6 Comments:

At 2:42 PM, Anonymous Anonymous said...

ekki má gleyma hláturskastinu er við týndumst í á Hlemmi út af ákveðnum manni og húfunni/hattinum hans.

 
At 5:11 PM, Anonymous Anonymous said...

já guð minn góður hvernig gat ég gleymt því.var núna að tala í símann þegar ég las þetta comment frá þér og viti menn hvað gerðist...

 
At 7:51 PM, Anonymous Anonymous said...

Ég er sannfærð um að það sé afskaplega hollt bæði fyrir sál og líkama að fá gott hláturskast. Þessvegna er ég líka viss um að það sé alveg nauðsynlegt fyrir mig að hitta þig eins mikið og unnt er, því við hlægjum nú yfirleitt svolítið saman.
Annars er ég með eina spurningu að lokum: Úr hverju eru flögurnar, ég meina flögurnar sjálfar?
Yfir og út.
GÁT

 
At 2:09 PM, Anonymous Anonymous said...

ég sit hérna í tølvu stofunni med skrítna færeyska gaurnum og pønkarastelpunni og er ad hlæja...shitt hvad tetta er súr stemming

 
At 4:18 PM, Blogger mannfredo said...

Er alveg að fara að skrifa nýtt blogg, verðið að afsaka mig. Þá fáiði að vita allt um ball sem ég fór á í Laugarlæk um daginn (sem var virkilega furðuleg uppákoma), Tvenndaleika Ítr sem eru núna um helgina og hversu miklu máli sokkar skipta okkur...

 
At 8:52 PM, Anonymous Anonymous said...

Ertu búin að fá bréfin?
Hvenær á eigilega að blogga hérna?
Hvenær fæ ég bréf?
kv. Gun

 

Post a Comment

<< Home