Jolin, jolin alls staðar..
Fór á jólatónleika hjá kórnum hennar mömmu í gær. Þeir voru alveg hreint ágætir, ég get alltaf skemmt mér á þessu tónleikum en það er ekki endilega efnisskráin sem heillar mig mest. Þessi kór saman stendur af um 140 hressum kellum sem njóta þess í botn að vera í félagsskap hverrar annarrar. Þær eru á öllum aldri og í öllum stærðum og gerðum. Þegar þær eru að syngja hress lög þá dilla þær sér allar, en ekki í takkt. Þá iðar allur hópurinn, 140 kellur, iðandi hver með sínu nefi og andlitsgretturnar eftir því. Svo ef maður setur móðu á augun, þið vitið tekur úr fókus á augunum þá sér maður bara munnana opnast og þá er hópurinn eins og karakterar úr South Park, það er alveg hilleríus. Eitt sem toppar þetta allt er samt þegar maður fylgist með þeim einni í einu og þá kemur alltaf í ljós að einhver kann ekki textan híhí, samt brosa þær og reyna að hitta á rétta hljóðið þannig að varirnar passa við það sem hópurinn syngur, brill. Ég er kannski rotin týpa fyrir að vera að spá í þessu á tónleikum en ég heyri samt alveg tónlistina þó ég sé að spá í öllu þessu!
1 Comments:
hlunkbert.blogspot.com
...og ég alveg:"Dude! chill the fuck down!.."
Post a Comment
<< Home