Wednesday, November 30, 2005

Það er blessuð blíðan..

Sælir vinir nær og fjær, hvað er þá á seyði? Jæja það er enn allt að gerast í mínum íbúðar og vesenismálum og það nýjasta er að ég fæ afhenda nýja íbúð á morgun 1.des. Jájá þá verður Bragi yfirgefinn fyrir fullt og allt nú um helgina. Auglýsi hér með eftir hressu fólki sem er til í eitthvað skemmtilegt..ee..flutninga! Nei nei, en án djóks að þá eru allir velkomnir í flutningshjálp sem vilja, síminn er opinn. Nýja pleisið er alla leið úti á Seltjarnarnesi og leggst það bara vel í Herbertinn að fara smá í burtu frá bænum, þá er minni "hætta" á að maður sé að draga fólk og fé í eftirpartý og þannig sukk, en aðrar heimsóknir eru velkomnar að sjálfsögðu:-) Minns er farinn að hlakka ógurlega til að fara að koma mér fyrir, jólaskreyta og baka jólakökur og þannig sjitt.
En læt þetta duga í bili. Á enn eftir að tjá mig um sokka og unglingakúlið eins og ég lofaði áður en hörmungarnar dundu yfir. Bæ í bili.
E.s. já Siggi við fjögur fræknu verðum að fara að taka góðan sprett áður en langt um líður, ég er til hvenær sem er;-)

3 Comments:

At 10:18 PM, Anonymous Anonymous said...

Til hamingju með nýja pleisið-gaman að heyra í þér, það er alveg magnað hvað heimurinn er lítill, er ennþá að hlæja að þessari mögnuðu uppgötvun okkar í gær. Aldrei að vita nema þú hittir á fransmann í miðbænum!!

Kv. Sigrún óeirðarseggur í París

 
At 6:05 PM, Anonymous Anonymous said...

Rakst á bloggið þitt eftir að hafa skoðað hverja bloggsíðuna á fætur annarri þangað til ég endaði fyrir tilviljun á þinni. Ég verð bara að segja Herus að þú ert alveg asskoti fyndinn gæji! Alveg tops! Á nefninlega að vera að lesa skattarétt sem er leiðinlegur sem aftur leiðir til þess að ég er bara að hangsa á netinu. Þú hefur glatt mitt prófþjakaða hjarta!

Kv. Helga Jóns

 
At 2:35 PM, Anonymous Anonymous said...

Mín var ánægjan Helga mín. Gangi þér vel í prófunum:-)

 

Post a Comment

<< Home