Friday, November 18, 2005

Leikþattur partur II

VV: Jæja hvernig gengur að búa hjá mammsí?
H: Það gengur bara ágætlega, maður er í fríu húsnæði og svona. Stöð 2 og Bíórásin, frír matur og maður þarf ekki að gera neitt..
VV: Össs, bara lúxus á kellingunni..
H: Jájá, það er veldi á manni þó maður sé hættur í skólanum. Maður bara finnur sér eitthvað annað að gera sjáðu til. Er til dæmis komin með meiri vinnu hjá Ítr og svo náttúrulega blaðaútburðurinn
VV: Já hvernig gengur það? Hvenær þarftu eiginlega að vakna?
H: Klukkan hringir 05:20 og ég er komin framúr ca. þremur mínútum seinna. Svo er ég komin aftur heim um kl.07. Þá er fólkið að skríða frammúr á heimilinu og ég æðislega fersk, ég fíla það í botn:-)
VV: Vá maður þú ert rugluð. En hvað ertu svo að fara að gera annað á daginn áður en þú ferð að vinna?
H: Nú bara taka því rólega. Fer í sund hérna í uppáhldslaugina mína, þá bestu í bænum (Laugardals auðvitað). Svo til dæmis bakaði ég brauð í dag.. Svo bara hitt og þetta.
VV: En hvað ætlaru að gera í íbúðarmálum? Ekki getur verið þarna í sælunni endalaust?
H: Nei, það eru nefnilega góðar fréttir í þeim málum. Ég fer að öllum líkindum aftur á Bragagötuna, og örugglega (vonandi) fyrir jól. Það á bara að laga sturtu/bað aðstöðuna í kvelli svo við getum haldið áfram að leigja þarna.
VV: Vá en frábært að heyra..
H: Já ég var mjög ánægð að heyra það. Mér þykir svo skrambi vænt um hann Braga minn. (Nenni líka ekki að flytja)

Jæja þá vitiði það, Hermína er í góum málum þessa dagana. Við skulum bara vona að hún endi ekki í ruglinu eins og svo margir sem flosna upp úr skóla! En fylgist spennt með þegar þið sjáið hana arka um götur bæjarins aðgerðar- og stefnulausa, klórandi sér í hausnum og borandi í nefið, verið viss um að hausinn sé rétt skrúfaður á áður en þið hefjið samræður við þessa kolrugluðu hæna!

2 Comments:

At 11:49 PM, Anonymous Anonymous said...

Uhh, ég er nú villluráfandi sauður sjálf svo við verðum þá fínar saman um jólin...gaggalagú!

 
At 2:59 PM, Anonymous Anonymous said...

Uhhh, er bréf á leiðinni?

 

Post a Comment

<< Home