Tuesday, November 15, 2005

Leikþáttur

Hermína: Sæl öllsömul. Afsakið hvað ég er búin að láta líða langan tíma milli blogga.
Vinir og vandamenn: Hæ, loksins. Hvað er eiginlega að frétta, hvar ertu búin að vera?
H: Viljiði góðu fréttirnar, slæmu fréttirnar eða vondu fréttinar fyrst?
VV: Ha!? Hvað meinarðu? Er svona mikið búið að vera í gangi? Hmmm... komndu með góðu fréttirnar fyrst.
H: Ókei. Hmmm... hverjar voru þær aftur! Man það ekki. Byrja bara á verstu og svo batnar það ...vonandi
VV: Ókei.
H: Sko. Baðherbergið okkar á Bragagötunni hrundi og í ljós kom að það var myglað og er ónýtt. Þannig að núna höfum við ekkert bað og enga sturtu og getum því ekki þrifið okkur. Þar sem það þykir víst ókostur við íbúðarhúsnæði höfum við ekki annarra kosta völ en að flytja en það er nú hægara sagt en gert eins og flestir vita.
VV: Í alvöru! En svakalegt að heyra...
H: Jájá. Nú, þar sem við eigum báðar góða að er ekkert annað í stöðunni en að flytja í foreldrahús..tímabundið..afar tímabundið. Þetta þýðir að ég þarf að fara að pakka niður öllu draslinu mínu sem er ekkert lítið. Ég er nú búin að búa á Braga í tvö og hálft ár og er því búin að dreifa ansi vel úr mér. En til mömmu skal haldið og mun það gerast í dag.
VV: ó nó. Hvernig verður það? En hvar muntu sofa?
H: Nú það er svoddan lán í óláni að systir mín skuli vera erlendis, þannig að ég get plantað mér í herbergið hennar..tímabundið..
VV: En hverjar voru hinar fréttirnar?
H: Þær eru að ég er hætt í skólanum. Já já bara hætt. Ekki búin að gefast upp, heldur er ég einungis að bjarga geðheilsu minni, sem hefur átt sínar hæðir og lægðir í gegnum tíðina. Ég er bara í einhverri klemmu með skólamálin mín og ákvað því að taka mér pásu um óákveðin tíma
VV: já en..
H: slakiði á! Ég er ekki hætt í mínu akademíska námi, er bara að taka mér smá pásu. Stefni að því að taka að mér meiri vinnu eftir áramót og hugsa um e-ð annað en skóla og nám í smá tíma. Er meira að segja búin að fá mér aðra vinnu til þess að hafa einhverjum skildum að gegna sem er auðvitað nauðsynlegt fyrir fullorðna manneskju. Er sem sagt farin að bera út Fréttablaðið og er hér með orðin A-manneskja.
VV: Ha, en þú hefur alltaf verið B-manneskja..
H: Jájá en nú er breytinga að vænta í lífi mínu. Sumar voru óumbeðnar en aðrar eru mjög svo meðvitaðar! Þá er bara að finna sér aðra íbúð og auglýsi ég hér með eftir einhverju bitastæðu..

framhald síðar

8 Comments:

At 2:20 PM, Anonymous Anonymous said...

Ertu ekki að djóka Hera? Ertu hætt??????????

 
At 3:34 PM, Blogger mannfredo said...

ja, ég er ekki enn búinað segja mig úr öllu, er enn að melta þetta..

 
At 7:30 PM, Anonymous Anonymous said...

Ó, mæ god. Það er bara dembt yfir mann svona líka svakalegum heimsfréttum á einu bretti...ég er mjöööög hissa hérna. Get ekki beðið eftir að heyra almennilega af þessu á morgun.
Hafðu það gott þangað til væna mín.
Luv ya
Gunna

 
At 7:49 PM, Anonymous Anonymous said...

vá þetta eru sko fréttir, kannski bara gott hjá þér að melta þetta og snú þér að öðru þangað til að þú verður aftur þyrst í bækur og heimalærdóm.
Fúlt með baðherbergi,þurfið þið nokkuð að borga þetta??

 
At 1:48 PM, Anonymous Anonymous said...

MIG VANTAR ÍBÚÐ !!!!! 3 herbergi, 101 eða 105...anyone???
Auður the roomie
ps. Vil ekki, vil ekki, vil ekki flytja til möms og paps!

 
At 5:15 PM, Blogger Dancing queen said...

Hej! Heran heim til mömmu. Kannski ad thetta sé bara dulbúin gledi getur látid dekra smá vid thig og kvatt svo södd af mömmumat ...ummm...mömmumatur!
En haett í Mannfraedinni ég aetla ad telja mér trú um thad stafi af thví ad thig vantar gott far á morgnana og adallaeri-félagan MIG. En já oft er gott bara ad taka pásu á hlutunum láttu mig thekkja thad.
Kiss úr Svíju!

 
At 6:35 PM, Anonymous Anonymous said...

Já ég get verið fullviss um það að fjarvera þín spilaði stóran part í skólamálum mínum þessa dagana Unnsa mín en ekki slæman, vantaði bara aðhald og félagsskap frá þér, við vorum svo helv. duglegar í að peppa hvor aðra upp:-)

 
At 1:41 PM, Anonymous Anonymous said...

Hera mín...leitt að heyra með námið, en ég skil þig. Stundum þarf maður bara að kúpla sig út...en þú ert komin svo langt í náminu að það væri synd að gefa þetta allt upp á bátinn!!!
Það er gott að vera hjá sínum nánustu þegar krísja steðjar að, svo þú ert í góðum höndum hjá mömmu og company-i:)
Við verðum að fara að hittast og ræða málin!!
Siggi

 

Post a Comment

<< Home