Monday, January 16, 2006

Einn daginn þá...

Jæja, ný vika, ný verkefni, endurnýjuð sál, rotið skrifstofu kaffi. En veðrið er að mínu skapi aldrei þessu vant. Já, ég er bara nokkuð sátt við þennan snjó. Allt á kafi í snjó og ekkert rok eða rigning eða slabb. O ó, var ég kannski að jinxa ástandið. Kemur núna hláka og ógeð? Ja, þá það!

Helgin, já helgin, hvernig var hún? Bara lala. Ekkert áfengi í búk. Fór ekki einu sinni úr náttfötunum á laugardaginn, hvað þá út úr húsi. Það hefði örugglega komið í fréttablaði Seltjó ef ég hefði birst á náttfötunum úti í Nesvali að versla. Guðminn góður. Fínu frúrnar hefðu sopið hveljur og hrökklast frá þessum flækingi sem vogaði sér út með óblásið hárið og án svo mikið sem meiktutlu í andlitinu. Já, stundum er ekki frá því að mér finnist ég ekki alveg passa inn í menninguna ef svo má kalla á nesinu. Aumur leigjandinn í kjallara ríkafólksins, sem er með leigjanda í villunni sinni til að græða meiri pening. Blóðsjúga veslinginn sem flosnaði uppúr skóla og er að vinna hjá borginn, phu, látum hann þjást!

Neinei þetta er yndislegt fólk sem á þetta blessaða hús (sem er eins og skip). Það heldur singstar partý eins og við hin og stritar eflaust til að halda haus í neyslugeðveiki samtímans.
Ég er samt með samviskubit yfir því að hafa ekki hjálpað konu í strætó í morgun. Hún var eitthvað að burðast með kerru inní vagninn og enginn hjálpaði henni. Ég var alveg að fara að standa upp þegar henni loksins tókst þetta, þá orðin móð og másandi. Svo fór hún að borga og þegar hún labbaði til baka sá ég að hún var ólétt! Djö! og ógeðslega illa klædd. Ég leit út eins og ríkur yfirstéttadurgur við hliðina á henni. Já ég skammast mín ofan í tær. Aldrei aftur. Nú stend ég upp án þess að hika og kannski gauga ég að þeirri næstu græna kortinu mínu svo hún þurfi ekki að borga. Haha.

En svona er víst þetta blessaða samfélag. Hvernig var aftur myndin í sögubókinni? Ætla á gúgúl að tékka á henni. Seinna.

p.s fann hana

4 Comments:

At 2:32 PM, Blogger Ofurrauðkan said...

hehehe ef að þú hefðir ekki hjálpað mér hefði ég lamið þig í hausinn með hækjunni minni...gaman að vera bæklingur...

 
At 2:33 PM, Blogger Ofurrauðkan said...

This comment has been removed by a blog administrator.

 
At 4:12 PM, Anonymous Anonymous said...

hehe. hlunkbert hækjugimp! auðvitað hefði ég hjálpað þér:-)

 
At 10:03 AM, Anonymous Anonymous said...

Ég fer reglulega útí búð á náttfötunum. Mér getur ekki verið meira sama hvort það fari eitthvað fyrir brjóstið á kvótakóngum og drottningum bæjarins.Mæli með úfnu hári, andfýlu og skrautlegum náttbuxum í næstu verslunarferð.

 

Post a Comment

<< Home