Wednesday, March 15, 2006

Hressandi hversdagsleiki

Ég er í mannfræði. Hvað er mannfræði spyrjið þið kannski. Ég veit ekki svarið, þið verðið bara að googla það til að komast að því. Ég fór til læknis í morgun og þá kom í ljós að hann (heimilislæknirinn minn) skrifaði einhvern tíman mannfræðigrein í erlent tímarit. Hann gaf mér greinina og var augljóslega stoltur af henni. En hann flissaði engu að síður nett framan í mig þegar við vorum að ræða fræðina og námið. Sagði mér líka brandara (veit ekki hvort hann bjó hann til eða hvað!) sem hljóðar svo: Tveir mannfræðingar voru að tala saman, þá sagði annar; " hvað má bjóða þér?", hinn: "eina með öllu takk". Ha ha. Annar var að vinna í pulsuvagni og hinn var að versla af honum...= mannfæðingar hafa ekkert að gera var það sem læknirinn minn var að reyna að segja mér. Og það sem var að mér samkvæmt lækninum er það að ég er með vöðvabólgu í brjóstvöðvunum og þess vegna er mér svo oft illt í lungunum og næ ekki almennilega andanum. Allt þetta stafar af stressi... ohhh þetta er svo spennandi og skemmtilegt þetta líf. Ég er biluð í líkamanum út af stressi, læknirinn segir brandara um námið mitt og ætlast svo til að þetta lagist með smá teigjum og íbúfeni! Ég er ekkert stressuð nei nei, er bara í tilgangslausu námi, keypti mér síma í síðustu viku, hann er bilaður(dauður) og er ekki með bílpróf vegna heimsku. En ég bý úti á landi, vinn hjá íTR (ljósið í lífi mínu) og bankinn var að hringja og bjóða mér í Gullvild (sem er örugglega eitthvað voða lekkert fyrirbæri)...vonandi.

e.s. ef það er einhver þarna úti sem ég hef svikiðum símtal eða eitthvað álíka símatengt þá er það óviljandi. Síminn minn dó um daginn og flest öll númerin mín með honum... hvar er íbúfenið... Myndin er af mér eitthvað að stressa mig við bókalestur..

5 Comments:

At 8:42 PM, Anonymous Anonymous said...

Ju, ég er atvinnulaus kennari, skulda milljón í banka á hvergi heima og maðurinn minn er að flytja á Frönsku riveríuna án mín!

Hvað ertu að kvarta!...ég kem bráðum, við fáum okkur bolla á ten drops og þá mun lífið allt virðast fegurra, ég lofa :)

Ég fíla þig!

Kv. G

 
At 1:08 PM, Blogger Dancing queen said...

Hej saetust ekkert stress smelltu í thig smá íbú eda eins og vid dansaranir smá voltarin og ef thig vantar hugmyndir um góda teygju thá máttu senda mail á ballerínuna.
Mannfraedina thekki ég og ég er vissum ad mannfraedingar vita ekki einu sinni hvad mannfraedi er. Svona sé ég thetta frekari skilningur á manninum hver svo sem hún er.
Allavega gott ad frétta af svíjunum. Stress thitt hefur samt alveg áhrif á mig vid raeddum thetta bara einn dagur í einu eins og alkahólistarnir thíhí. Kiss heim Unnsan
P.s. mig vantar ljósid í lífid.

 
At 3:39 PM, Anonymous Anonymous said...

Ha hvað varð um bílprófið þitt???
Gleymdirðu að endurnýja?
Já ég er svo sammála, það er alveg eins og það sé einhver skylda að þegar fólk sem þekkist ekki svo mikið þurfi það að tala um akkúrat þetta.
Hvað gerirðu/ertu að læra og hvað svo? Við ættum bara að hætta þessu sjálfar. Þegar við hittum nýtt fólk - spyrjum þá bara um eitthvað léttara. Alger óþarfi að láta ókunnugt fólk fara í tilvistarkreppu til að geta spjallað smá "small talk".
Þetta verður allt fínt sama hvað við gerum ef við bara erum duglegar að peppa hverja aðra upp;)

 
At 9:09 AM, Anonymous Anonymous said...

Elva, varst þú ekki búin að heyra af tjaldstæða-ævintýrinu mínu um verslunarmannahelgina síðustu??

 
At 1:07 PM, Anonymous Anonymous said...

Greinilega ekki!!!!

 

Post a Comment

<< Home