Friday, March 17, 2006

Gamlingjatal

Nú finnst mér ég ekki vera neitt sérstaklega gömul. Árin hlaðast á mann bæði utaná og inní en ég tel mig samt ekki vera neitt sérstaklega mikið eldri í anda en þegar ég var 23ggja. Samt eru litlir hlutir í þessum efnum sem eru farnir að benda til annars. Ég er til dæmis farin að hlægja að Spaugstofunni. Það getur bara þýtt tvennt. Annað hvort hef ég svona hræðilega lélegan húmor eða þá að ég er komin á þann aldur, andlega að ég er farin að skilja þennan húmor. Ég og Jósa vorum til dæmis að horfa á þá félaga um daginn og hlógum og sögðum svo "djöfull eru þeir góðir!" Þetta hefði ekki gerst fyrir ca. 4 árum. Svo er ég farin að fara í göngutúra. Það er kannski ekkert sérstaklega ellilegt fyrir alla en fyrir mig er það það. Mér finnst alveg sértaklega skemmtilegt til dæmis að ganga um hverfið mitt á kvöldin og horfa inn um glugga hjá fólki, þetta er orðið eitt af mínum uppáhalds iðjum. Ok, kannski þýðir það bara að ég er að breytast í "peeping tom" og hefur ekkert að gera með aldur! Eitt í viðbót sem ég var að spá í og það er að ég er farin að nota orðið gamli svona bara eins og maður notaði maður hér áður fyrr. T.d. "hey, gamli hvað ertu að gera?" eða sendi sms og skrifa "hvar ertu gamli?" en það þýðir samt ekki að ég sé að tala við gamalt fólk. Kannski eru þetta allt skírskotanir í það að ég vilji fara að hanga með eldra fólki, hanga heima á laugardagskvöldum og horfa á Spaugstofuna og fara svo út í göngutúra með gamlingjagenginu mínu og kíkja á glugga. Tékka hvað hinir eru að gera á laugardagskvöldum. Ég og gamlingjakrúið mitt á góðum laugardegi að sumri til.

4 Comments:

At 6:27 PM, Anonymous Anonymous said...

Gamalt folk er best! Bara thvi ver og midur fattar madur thad ekki fyrr en madur er ordinn eldri. Eg myndi nu samt ekki hafa neinar ahyggjur herus minn ad thu sert ad verda einhver oldungur... ert enntha med rokk i hjartanu, thad er eg viss um!!! Hvenaer aetlaru ad koma til min??? Misskiss, Linda

 
At 2:44 PM, Anonymous Anonymous said...

Hej. Saetust ég bid ad heilsa Arnaldinum á hattaárshátídinni sem lofar gódu;) Síminn minn er 0046708335292 hér úti og heima er hann 6633800.
Góda skemmtun skvís Unnsan

 
At 9:57 AM, Anonymous Anonymous said...

Hera, trúðu því eða ekki, ég dýrka að horfa inn um glugga hjá öðru fólki, sjá hvað fólk er að sýsla og hvernig það innréttar hjá sér. Er eitthvað við það að kíkja inn í líf fólks á kvöldin...þetta er skrítið en gaman:)

 
At 9:59 AM, Anonymous Anonymous said...

Úpps gleymdi að signa mig í færslunni hér fyrir ofan.
Siggi Gluggagjæir.

 

Post a Comment

<< Home