Friday, March 24, 2006

Hvað er að vera ofurvæminn? Ég á einn vin sem segist ekki þola stelpur sem eru ofurvæmnar. Honum finnst allt í lagi að vera pínu væminn, þ.e. að geta aðeins sínt á sér mjúka hlið og verið einlæg en ekki ofurvæminn, god forbid! En hvað er það? Þegar hann loks var inntur eftir því hvað hann væri eiginlega að meina þá var þetta niðurstaðan; "sko, það eru bara stelpur sem eru alltaf að tala um börn og systur sínar og kettlinga (nei, ég man ekki hvort hann sagði kettlinga en ég ákvað að stinga því inní) og hringja í kærstann sinn þegar hann er að djamma bara til að segja honum að hún sé heima að horfa á Summerland og þá fór hún að hugsa um hann". En ég meina! Börn og systur sínar??. Málið er að hann gat ekki sagt neitt þegar hann átti að útskýra ofurvæmni en á einhvern furðulegan hátt skildi ég hann samt. Mín skýring á ofurvæmni er hins vegar sú að það eru bara einhverjar týpur sem segja alltaf, "ég veit það ekki" og "mér er alveg sama" og "uppáhalds hljómsveit? guð þær eru svo margar,ég veit það ekki, ég er algjör alæta á tónlist" jájá, vertu bara heima og hlustaðu á U2, klappaðu kettlingum og börnum systur þinnar.

Annars held ég að allir eigi sínar ofurvæmnu hliðar. Mín er til dæmis gagnvart því að...já.. klappa kettlingum og kisum bara yfir höfuð. Elska þessi litlu kríli, krúsímúsílúsíkrús...

Á myndinn er systir mín og barnið hennar, ég og sonur minn og einn lítill sætu kettlingur.

6 Comments:

At 6:48 PM, Anonymous Anonymous said...

Ok, ég tel mig ekki vera ofurvæmna. Er algjörlega með mínar mjúkuhliðar, en ég er harðkajrnanagli líka. Ég tala samt mikið um systur mínar börn og ég elska kisur. En mér finnst kisur vera töff...hvolpar eru væmnir. Er ég alveg að misskilja dæmið hérna eða?

Ég meina er ég kannski bara algjör blúndudúllu væmnispía? Ha? Þarf maður eitthvað að vera með hanakamb, lokk í snýpnum og hrækja á rónana á Hlemmi til þess að vera hörkutól?

Ji, þessi færsla þín, Hera, hefur alveg hrist upp í mér... er farin að fá mér tattú og sarga hárið af með gömlurakvélarblaði...vil EKKI vera VÆMIN!

kv. GÁT í tilvistarkreppu

 
At 7:04 PM, Blogger mannfredo said...

ég held að þú hafir bara náð þessu nokkuð vel Gunna mín.. við vorum nú ekkert ofurvæmnar í matching köflóttum buxum og bensínafgreiðslumannajökkum (vá lángt orð)hérna í denn. Bara töff týpur í Laugarnesinu!!

 
At 8:13 PM, Anonymous Anonymous said...

Fjúkk, já það er satt. Þokkalega TÖFF! Bwahahaha!

 
At 3:55 PM, Anonymous Anonymous said...

Uff hahhahhahaha!!! For bara ad hugsa um akvedna manneskju i akvedinni utileigu med ITR her um arid, var i for kaerasta sins og vid gatum bara ekki haett ad hlaegja ad aumingjans stelpunni sokum vaemnum svorum hennar i soguleiknum... jiminn eini hvad thad var fyndid... thar syndir thu nu alveg hvad thu ert mikid horkutol, hreyttir einhverju ut ur ther, sem hun sem betur fer tok ekki eftir, en fekk okkur hin til thess ad halfpartinn miga i okkur af hlatri... Hvernig var annars um helgina, var mikid hugsad til ykkar Jazza systra...

Knusikrus
Linda (sma vaemna)

 
At 4:51 PM, Blogger Ofurrauðkan said...

Ofurvæmið fólk er yfirleitt húmorslaust, þannig kemst það upp með að segja væmna hluti og sjá ekki að þeir séu fyndnir (eða jafnvel stinga fingrum ofaní kok sykurvæmnir). Ég er bara bitur og óvæmin. En á kisu sem ég klappa.

 
At 9:32 AM, Anonymous Anonymous said...

Góð mynd af þér Hera mín! Þú myndast alltaf svo vel :) Vissi ekki að þið systurnar væruð svona líkar...

 

Post a Comment

<< Home