Friday, April 28, 2006

Peninganöldur

Af hverju er maður ekki bara með peningana sína undir koddanum og merkir við í litla bók þegar maður eyðir einhverju! Skil ekki. Það er bara tómt vesen að vera í banka. Þeir eru eitthvað svo pirrandi. Vilja aldrei láta mig fá pening þegar ég þarf á honum að halda og eru alltaf að biðja mig um að láta sig fá peningana mína. Ef maður væri bara með peningana sína heima t.d. inn í áklæðinu á sófanum þá væri þetta ekkert vesen. Gæti samt orðið það ef það kviknaði í eða ef það væri alltaf að slubbast eitthvað í sófann. Ok. Það væri kannski ekki sniðugt. En ég er bara orðin svo þreytt á þessum símtölum í bankann minn og að reyna að eiga við þessa blessuðu þjónustufulltrúa er stundum eins og að tala við vélmenni. Arg!

Ok. Er hætt þessu nöldri. Það er sól og sumarveður úti og ég ætla að fara út og klæða mig úr fötunum og verða brún á kroppinum. Fór meira að segja út að skokka í gær. Það var alveg yndisleg tilfinning;-) ooohhhhh...orðið bongóblíða er hræðilegt. Er að hlusta á Rás 2 og það er búið að segja það orð svona 10 sinnum á hálftíma í allan morgun.

Mynd: þyrfti að redda mér einum svona klefa út í garð til að geyma peningana mína í.

Góða helgi og hafið það gott í þessari bongóblíðu sem er úti!

Já gleymdi að segja frá árshátíðinni í gullþemanu. Hún var nú bara eins fín og hún getur orðið í sal með tæplega 900 manneskjum, ræðuhöldum, sussi, skvaldri, barþjóni sem kunni ekki að gera mojito, árna georgs, pakka-humarsúpu, hræðilegum skemmtiatriðum frá frístundaheimilunum og hljómsveit sem jahh.. segi ekki meir. En ég skemmti mér konunglega. Fór auðvitað á Ólíver og tók danssveiflu að hætti Bústaða með sigga sving hehe. Þetta var stuð.

4 Comments:

At 7:29 PM, Blogger Dancing queen said...

Hehehe... Árni Georgs! Oh! ég hefði svo verið til í að vera með. Sakna alveg sveiflunar!
Pæling... í bíómyndunum þá eru péningarnir alltaf geymdir inn í frysti... kannski að það sé til að koma í veg fyrir að það kvikni í þeim... Eða bara töff, ehehehe. Önnur hugmynd þú getur líka bara haft allt í klínki þá nennirðu ekki að eyða því og það á ekki eftir að brenna... Þú gætir jafnvel geymt þá grafna í garðinum. Það er svalt.
Já sakna ykkar fullt í B2 sérstaklega Herunar ;)

 
At 9:37 AM, Anonymous Anonymous said...

hæ sys! Gaman ad hafa tig hjá mér...thykir thetta leitt med kúka vesen...sjáumst fljótt.
P.s. ég er ad fara til Parísar.

 
At 11:21 AM, Anonymous Anonymous said...

Ohh hljomar dasamlega... skemmtiatridi fra Fristundarheimilunum!!! Dasemd ein... (sma fordomar!!!)Eg er ekki fra thvi ad sakna dansveiflunnar med ykkur ITR systkinum minum, vonandi verdur af thvi i sumar. Knusogkossarlindalitla

 
At 3:25 AM, Anonymous Anonymous said...

lart mikid

 

Post a Comment

<< Home