Thursday, July 20, 2006

oooog...allir hoooppa...

Góðan dag fallega fólk.

það er svo gott veður að ég svíf á bleiku skýji í hæstu hæðum og syng..."horfð'á björtu hliðaaarnaaar, heimurinn hann gæti verið verrrrri..." er líka að hlusta á Rás 2 og kallinn er eitthvað að tala um það að það séu einhverjar milljónir manns í heiminum að fara að hoppa á sama tíma núna eftir smá stund og það á að breyta einhverju um það hvernig jörðin snýr eða einvern djöfulinn!!! Hann skaut því samt inn í að ef þetta mistekst eða tekst of vel að þá gæti jörðinn farið af sínum sporbaug og lent einhvers staðar hjá Plútó. Sel það ekki dýrara en ég keypti það! Veit líka ekkert um hvað ég er að tala.

En að öðru. Ég er komin með myndasíðu og er slóðin hér til hliðar. Þar er hægt að skyggnast léttilega inn í mitt uppákomusama líf og ekki vera hrædd við að láta í ykkur heyra hér;)

Eftir tvo daga er ég komin í frí, jibbí. hlakka mikið mikið til. Þarf samt aðeins að læra fyrir eitt próf en það reddast.

ble í bili og njótið sólarinnar gott fólk.
á meðfylgjandi mynd er óli sem ég vinn með að panikka yfir þessum fréttum með hoppið...

1 Comments:

At 1:41 PM, Anonymous Anonymous said...

jajaja, en úr því að jörðin er nú enn á sínum stað þá held ég að við getum bara haldið áfram hoppa og skoppa og freta í kór.
Kv. g

 

Post a Comment

<< Home