Wednesday, July 26, 2006

1. í sumarprófs læri

oooohhh...það er alveg hellað að vera á bókhlöðunni á sumrin. ég er svoooo ekki að nenna að vera hér. Fyrir utan að það eru svona 20 hræður á öllu safninu, allar jafn niðurlútar og ég (virðast alla veganna þannig) að þá þekki ég enga þeirra og þar af leiðandi er enginn hér til þess að fara með mér í kaffi, sem er það skemmtilegasta við það að hanga á bókhlöðunni... þetta getur bara ekki batnað. En nú er ég búin að fá nóg í bili og ætla heim að fá mér í gogginn.
Er svo í kvöld að fara að hitta danska vinkonu systur minnar í mat á Hraunteignum. Síðast þegar ég hitti hana voru ég og mín ástkæra systir að rífast eins og hundur og köttur (ég var kötturinn), kemur á óvart! Vorum einhvers staðar á Stikinu danska eftir langt nætur gaman að þræta um...tja gvuð má vita hvað...! Þannig að nú þarf ég að vera alveg "hæ, ég er ekki svona klikkuð eins og þú heldur litla danska snót..ha hah ha!" iikhh, fæ klíju nenni ekki að þykjast ekki vera klikkuð þegar alheimurinn veit betur.
jæja..held að það sé kominn tími fyrir mig að borða gleðipillur og fara heim að púsla..ble
myndin er af mér eftir að ég hef tekið of margar gleðipillur, búin að missa mig í háralitun og farin að stjórna karókí gleði frá mínu eigin heimili..svona fer bókhlaðan á sumrin með mann!

2 Comments:

At 6:01 PM, Anonymous Anonymous said...

hehehhehhehehhehehehheheh langar ógó mikið í svona gleðipillur

 
At 2:11 PM, Blogger Ofurrauðkan said...

en hvað ef ég tek mig saman í andlitinu og druslast til að skrifa BAAAAAA? kannski við verðum hlöðuböddís eftir helgi?

 

Post a Comment

<< Home