Thursday, December 14, 2006

Spikaði moðhausinn Ulli fór í reðurígræðslu...jibbí..og hann er með exem!

Já þið veltið eflaust fyrir ykkur hvort ég sé endanlega gengin af göflunum með þessari fyrirsögn. En nei ekki aldeilis. Málið er að þegar maður er að skrifa ritgerð þá eru flestar heimildir á ensku. Það er til snilldar síða á netinu sem heitir orðabok.is og er hún algjört þarfaþing við slíka vinnu. En það skemmtilega við hana er það, að þegar maður flettir upp einhverju orði og vill fá þýðingu frá ensku yfir á íslensku fylgir alltaf með eitt orð sem er líkt því sem maður bað um þýðingu á, nema að það er á íslensku yfir á ensku. Flókið? Nei alls ekki prófið þetta bara sjálf.
Nú, þetta væri að sjálfsögðu ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að alltaf þegar ég slæ inn orð til að hjálpa mér við þýðingar á heimildum að þá kemur eitthvað hrikalega fyndið orð með á íslensku, sem kemur þýðingunni ekker við. Til dæmis þegar ég sló inn orðið mobilise sem þýðir: kalla til starfa, virkja eða hervæðast, kom íslenska orðið moðhaus með. Þeim á orðabok.is finnst það greinilega eitthvað líkt, ég veit það ekki. En þetta getur verið bráðskemmtilegur leikur og vel hægt að skemmta sér við þetta löngum stundum. Eflaust er þetta samt ekki fyndið nema það komi óvænt þegar maður er að vinna í svona ritgerðum og svoleiðis. Ég tala nú ekki um þegar maður er á bókhlöðunni og ekki vinsælt að maður sé að springa úr hlátri. Ég og Unnur erum ekki þær vinsælustu hér, get sagt ykkur það. En Ulli elskar okkur, samt, ég veit það og hugga mig við það;-)

4 Comments:

At 10:15 PM, Blogger Dancing queen said...

Ég hugga mig líka við það, hann er svo elskulegur brosir bara með reðurígræðslu!

 
At 10:18 PM, Blogger mannfredo said...

nú, hann er auðvitað svo ánægður með nýja reðinn sinn!!

 
At 10:19 PM, Blogger Dancing queen said...

Lígt og ungir strákar mundu vera með gulrótar reður!

 
At 10:23 PM, Blogger mannfredo said...

kannski veit hann leyndardóminn um hver galdurinn er við stutt reður!! og þess vegna brosir hann. hann er einu skrefi á undan!

 

Post a Comment

<< Home