Sunday, November 26, 2006

með hausinn og skottið fullt af skít

Mig langar heim!! Ég er í sjálfheldu. Það er ekki neitt sérstaklega gaman. Þannig er málum háttað að ég á að skila 10-12 blaðsíðna ritgerð á þriðjudaginn og ég er ekki byrjuð, FOOOOKKK!! Veit ekki alveg hvar hausinn á mér hefur verið þessa dagana. Kannski uppi í rassinum á mér? Ég bara veit ekki. En eitt veit ég og það er að ég er í djúpum skít, með "skottið fullt", uppá bókhlöðu að eipa úr stressi en samt sallaróleg að blogga. Þetta er alveg ekki ástandið sem ég kaus í morgun:( En hvað um það. Ég redda þessu.
Í gær sá ég ógeðslega skemmtilega mynd, svona hressandi mynd. Það eina sem vantaði var almennilegur sleikur, það verður að fylgja. En ég hef uppgötvað Robert Downey Jr. uppá nýtt og um jólin ætla ég að leigja allar '80 myndirnar hans, vúhú, það verður stuð.
ble í bili úr héðan úr the panic room. góðar hugsanir um að þetta reddist vel þegnar. Hjálpar höndum frá þeim sem vita eitthvað um Durkheim verður svo sannarlega ekki vísað frá;)
mynd: ég alveg að panikka, hringjandi í alla að biðja um hjálp!

6 Comments:

At 7:28 PM, Blogger Ofurrauðkan said...

ég eeeeeelska Robba dání. Og bókhlaðan er skemmtileg...öruggur staður að vera á...ansk. nú er ég komin með þetta á heilann....

 
At 3:19 PM, Blogger mannfredo said...

hver er robbi dání??

 
At 11:09 PM, Blogger Ofurrauðkan said...

Robert Downey (sá hinn yngri)

 
At 1:22 AM, Anonymous Anonymous said...

Jó, Robbí Dání fer óstjórnlega í taugarnar á mér, ég sé hann alltaf fyrir mér sem nervös blaðamanninn í NBK sem var með nefið fullt af skít og rassgatið af kóki, mér finnst að forstöðumenn USA eigi að skilja hann og Matthew Broderick eftir á fleka í Norðursjó. Af hverju ert þú að lesa Durkheim, hann er einn aðalkarlinn í Afbrotafræðinni hjá mér.

 
At 11:57 PM, Blogger Dancing queen said...

Dúuuuúrkhæmurinn góður en Robertinn er bestur vill líka að það komi fram að Val Kilmer kom sérstaklega á óvart í myndinni. Langt síðan að ég hef hlegið svona mikið af bíó mynd en fimmtudags flissið er samt ekki toppað. Já Broderick getur skriðið upp i rassalinginn á Jessicu Parker og verið þar. Heran mín láttu þér batna sem fyrst er frekar vænglaus á þín eða bara vængefinn.

 
At 12:47 PM, Anonymous Anonymous said...

Hey hvað varð um þriðjudagana?? Þeir bara hvurfu úr vikunni!! Hlakka til að fá þá aftur þegar þið eruð búnar í prófum!!
goody lucky
kv. djellan á R.42

 

Post a Comment

<< Home