Wednesday, December 27, 2006

Gleðilega hátíð

Kæru vinir, nær og fjær. Vonandi eru þið búin að hafa það gott um jólin so far. Þetta er nú bara hálfnað, hressi parturinn er eftir.
En já, ég fékk fullt fullt af frábærum jólapökkum m.a. nýja sæng og kodda, þrenna eyrnalokka, peysu og tvo geisladiska. Svo át ég u.þ.b. sem nemur heilum hest! Var í líkamlegri vanlíðan öll kvöldin því að ég var búin að vera að troða í mig kjöti og sósu og brúnuðum kartöflum frá því ég vaknaði. Svo fór ég líka í eina skírn og tróð mig þar út af þremur gerðum af brauðréttum...mmm...
Allavegana nóg af þessu hjali, skrifa næst þegar ég hef eitthvað að segja.
á myndinni er ég að háma í mig eftirréttinn á aðfangadag

3 Comments:

At 6:06 PM, Anonymous Anonymous said...

takk fyrir jólin herbert minn, það sem ég sagði við þig þegar að þú varst sofandi var: hvort ég mætti ekki kúra hjá stóru sis, en þú varst bara eitthvað blelluð og mumlaðir....ég grenjaði nefninlega svo mikið yfir þessari mynd um systurnar.

 
At 6:39 PM, Anonymous Anonymous said...

ooooohhh...ok, ég skildi ekkert hvað þú sagðir, eða ég man ekkert eftir því. En já þetta er alveg frábær systramynd, ég saknaði þín alveg helling þegar ég horfði á hana og þú varst í DK..

 
At 2:37 PM, Anonymous Anonymous said...

Jólin eru löngu búin kona það er komin mars! Vill hafa eitthvað almennilegt að gera hérna á hlöðunni! Later.
p.s. Sé Ulla hvergi kannski að hann komi bara þegar þú ert. Damit!

Kveðja Unnsa

 

Post a Comment

<< Home