Sunday, March 11, 2007

Próf raus

Jæja þá er farið að síga á seinni hluta þessa heimaprófs sem reyndist víst þrautinni þyngri þegar á reyndi. En það verður oft þannig þegar maður er illa undirbúinn. En jæja, þetta er samt að hafast. Við Unnur erum búnar að vera mega duglegar og mæta eins og litlir samviskusamir kirkjudrengir. Höfum ekki enn fengið hláturskast líkt og um jólin enda hefur ekkert sést til Ulla okkar. Hann er fjarri góðu gamni og hann um það. Annar hefur reyndar glatt okkar skæru og fallegu augu og það hefur gefið manni auka kraft til þess að kíla þetta áfram. Jæja nóg í bili. Best að klára. Fæ reyndar hroll yfir því að þurfa að funda í sundi á morgun...oohohohoohhh... Funda í sundi! Hverjum finnst það góð hugmynd!! Skil ekki.

4 Comments:

At 11:24 PM, Anonymous Anonymous said...

Mér finnst það ekki góð hugmynd sund fundur hvað á það að þýða?
Ég fékk nú samt alveg mini-hláturskast í dag þegar að þú dast næstum því. Það er ótrúlegt hvað það er alltaf jafn fyndið þegar að einhver dettur.
Núna er þetta samt að klárast sem er goodstuff!

 
At 7:52 PM, Blogger Ofurrauðkan said...

Mig sundlar oft á fundi...

 
At 6:08 PM, Blogger Ros said...

Váaa hvad tessi seinni hluti er langur, vonandi gengur rosalega vel med heimaprófid-knús Rós

 
At 1:33 PM, Anonymous Anonymous said...

Rosalega er ég glöð með það að þú sért aftur farin að rita hér niður setningar og ákaflega hressandi setningar. Endilega haltu áfram að setja inn myndir af öllu því skemmtilega sem þú tekur þér fyrir hendur.

 

Post a Comment

<< Home