Wednesday, March 28, 2007

Lífið, já lífið!

Jú jú, þetta blessaða heimapróf er löngu búið og ég er komin í allt annan gír. Síðasta vika fór meira og minna í það að vinna á Músíktilraunum sem er alltaf jafn gaman, sérstaklega þegar hljómsveit frá félagsmiðstöðinni minni komst í úrslit, svo er bara að bíða og sjá hvað gerist á laugardaginn en þá eru úrslitin. Það sama kvöld er líka litli bróðir minn að fara að halda upp á tvítugs afmælið sitt. Já já hann imúN litli er orðin STÓR!! Er pælingin að troða upp og gera sig að fífli eins og venjulega en það er eitt af því sem ég fíla svo vel við þetta blessaða líf, maður er alltaf að fá tækifæri til þess að gera sig að fífli. Kannski er ég bara svona lagin við að leita þess tækifæri (og ekki tækifæri) uppi. Spurning um að fara að hressa upp á stemninguna á bókhlöðunni...taka með mér apagrímuna og ponponsana og kannski taka smá einleik á nýju gulu blokkflautuna mína sem pabbi ársins hann Bjarx gaf mér, en hann gerðist pabbi nú um helgina. Til hamingju maður;-)

0 Comments:

Post a Comment

<< Home