Thursday, April 19, 2007

Dot a tombolu

Það er eitthvað svo yndislegt og æðislegt við það að kaupa dót á tombólu. Krakkar sem að nenna að standa í því í dag að vera að safna dóti á tombólu til þess að hanga svo fyrir utan einhverja sjoppu eða búð og reyna að selja fólki, sem yfirleitt á hraðferð, eitthvað drasl á heiður skilinn. Mér persónulega finnst ótrúlega gaman að kaupa dót á tombólu og í þau síðustu þrjú skipti sem ég hef verið stoppuð og beðin um að kaupa varning á verðbilinu 50-200 krónur hef ég ekki hugsað mig tvisvar um og snarstoppað til að kíkja hvað er í boði. Það sem ég hef haft út úr þessum viðskiptum í þessi þrjú skipti er rauð taska sem ég hef notað mikið, gulllitaðir eyrnalokkar sem ég hef ekki notað alveg eins mikið. Einhver sadisti sem aðhyllist fullyrðingunni "beauty is pain" (sem það þarf engan veginn að vera) hefur líklega búið þá til því að þeir eru klemmueyrnalokkar sem að virka svipað og það sem á skrifstofumáli er kalla gatari, meira svona eins og lélegur gatari sem að nær ekki alveg að gata í gegn...ái! Allavegana, í fyrra fjárfesti ég svo í risastóru, silfurlituðu vasadiskói og bara núna í þessari viku datt ég niður á dúndur tómbólu í Grímsbæ. Þar fann ég mega töff Star Wars armbandsúr sem að ég hef ekki látið frá mér síðustu dag og hef nú þegar bundist tilfinningaböndum. Ég mundi giska á að allur þessi varningur hafi kostað sirka 500 krónur...ha..geri aðrir betur!

4 Comments:

At 1:18 PM, Anonymous Anonymous said...

er búið að breyta tombólum, maður er orðinn svo gamall. Ég man eftir að maður borgaði eitt verð, dró svo miða og fékk hlutinn sem númerið var á. Ég svindlaði reyndar á mínum tombólum og valdi hvaða hluti krakkar fengu á bakvið tjöldin. Leiðinlegir fengu lélega hluti og skemmtilegir fengu flotta og stóra hluti,
Kveðja, Ingvi tombólusvindlari

 
At 4:24 PM, Blogger jarvis said...

Að draga miða er greinilega orðið gamalt...þessir krakkar eru bara í bisness núna og prútti. Annars fíla ég tombólur en það er greinilegt að rvk tombólur beri af kópav. tombólum þar sem ég hef ekki dottið niður á neina fjársjóði ennþá...sjáum hvað sumarið ber með sér. Þrefalt húrra fyrir krökkum sem nenna tombólum !!!

 
At 11:37 PM, Blogger Arni said...

Veistu, ég staldra alltaf við á tombólu ef ég sé eina slíka. Ræði við ungmenni og spyr hvað þau sýsli. Kaupi svo eitthvað og yfirleitt kaupi ég drasl. Börnin eru kannski að safna í námssjóð sem foreldrar þeirra setja inn á þar til gerðan reikning.

Ég hef svipaða nálgun til spilakassa. Ef ég myndi stunda þá væri það bara til að styrkja gott málefni.

 
At 3:58 PM, Anonymous Anonymous said...

Well written article.

 

Post a Comment

<< Home