Sunday, June 24, 2007

Sumarið er tíminn

Sumarið er komið og það er ekkert nema gott um það að segja. Ég er nú þegar búin að gera fullt af skemmtilegum sumar tengdum hlutum og hyggst halda því áfram er fram líða stundir. Það helsta sem hægt er að telja upp er ferð vestur á Hótel Reykjanes í Ísafirði. Fór þangað með Lalla og Frikka og við skemmum okkur konunglega með "the only gay in the village" BÓKSTAFLEGA!! Mikið stuð. Þær fengu meira að segja fótanudd frá honum í 50 metra náttúrulegu lauginn sem þar er en ég var þá fjarri góðu gamni. Var upp á hótelherbergi og ætlaði aðeins að leggja mig í 10 mínútur.. en það reyndist verða öll nóttin. Í vikunni skellti ég mér svo á völlinn og sá þar íslenska kvennalandsliðið í fótbolta taka það serbneska í nefið. Virkilega hressandi stemmning á sumarsólstöðum. Það er einmitt það eina sem ég er ekki að fíla þessa dagana. Málið er að ég er ekki með sólargluggatjöld í svefnherberginu mínu þannig að sólin skín inn til mín allan sólarhringinn. Verð að fara að gera eitthvað í því. Eða bara gera ekkert í því þangað til í ágúst en þá skiptir það ekki lengur máli!
Gönguferðir og hjólaferðir á Nesinu eru líka alveg málið, með litla vasaútvarpið mitt í eyrunum að hlusta á hressandi þætti á milli kl. 22-24 á rás 2. mmmhhmmm!!
Svo eru það eftir partýin sem eru einkennandi á sumrin. Ekki spillir það stemmningunni þegar farið er í sannleikann og kontór þar sem fólk situr á nærbuxunum og talar um tilfinningar sínar!


á myndinni eru ég og vinur minn í eftirpartýi rétt áður en sannleikurinn og kontór byrjaði!

3 Comments:

At 1:27 AM, Anonymous Anonymous said...

djöfull er vinur þinn flottur, er hann á föstu helduru að hann myndi vilja byrja með mér og eignast með mér mörg börn

 
At 8:37 PM, Anonymous Anonymous said...

Gaman að fá fréttir af þér og þínum. áfram svona.....
Kv. RaGgA

 
At 11:30 PM, Anonymous Anonymous said...

Kræst, hvar finnurru þessar myndir?

Þjóðgeir Brestir

 

Post a Comment

<< Home