Wednesday, March 28, 2007

Lífið, já lífið!

Jú jú, þetta blessaða heimapróf er löngu búið og ég er komin í allt annan gír. Síðasta vika fór meira og minna í það að vinna á Músíktilraunum sem er alltaf jafn gaman, sérstaklega þegar hljómsveit frá félagsmiðstöðinni minni komst í úrslit, svo er bara að bíða og sjá hvað gerist á laugardaginn en þá eru úrslitin. Það sama kvöld er líka litli bróðir minn að fara að halda upp á tvítugs afmælið sitt. Já já hann imúN litli er orðin STÓR!! Er pælingin að troða upp og gera sig að fífli eins og venjulega en það er eitt af því sem ég fíla svo vel við þetta blessaða líf, maður er alltaf að fá tækifæri til þess að gera sig að fífli. Kannski er ég bara svona lagin við að leita þess tækifæri (og ekki tækifæri) uppi. Spurning um að fara að hressa upp á stemninguna á bókhlöðunni...taka með mér apagrímuna og ponponsana og kannski taka smá einleik á nýju gulu blokkflautuna mína sem pabbi ársins hann Bjarx gaf mér, en hann gerðist pabbi nú um helgina. Til hamingju maður;-)

Sunday, March 11, 2007

Próf raus

Jæja þá er farið að síga á seinni hluta þessa heimaprófs sem reyndist víst þrautinni þyngri þegar á reyndi. En það verður oft þannig þegar maður er illa undirbúinn. En jæja, þetta er samt að hafast. Við Unnur erum búnar að vera mega duglegar og mæta eins og litlir samviskusamir kirkjudrengir. Höfum ekki enn fengið hláturskast líkt og um jólin enda hefur ekkert sést til Ulla okkar. Hann er fjarri góðu gamni og hann um það. Annar hefur reyndar glatt okkar skæru og fallegu augu og það hefur gefið manni auka kraft til þess að kíla þetta áfram. Jæja nóg í bili. Best að klára. Fæ reyndar hroll yfir því að þurfa að funda í sundi á morgun...oohohohoohhh... Funda í sundi! Hverjum finnst það góð hugmynd!! Skil ekki.

Friday, March 09, 2007

Höldum áfram

Jæja þá. Fyrst allir eru svona rífandi spenntir að ég haldi áfram að blogga hér að þá verð ég víst að svara þeim óskum. Raddir um sjálfsmeiðingar og refsingar vegna þess að fólk fá ekki skammtinn sinn af Mannfreð daglega láta einfaldlega hárin á baki mér rísa þannig að ég get ekki annað en haldið ótrauð áfram.
Í gær gerði ég mig að algjöru fífli fyrir framan ca.400 manns. hoppandi um á sokkabuxunum með górillugrímu á hausnum og klappstýru ponpons í höndunum við lagið Chariots of Fire spilað á panpipes... þetta er víst bara eitthvað sem fylgir starfinu og maður veður að gera það sem maður þarf að gera!
En hvað um það, núna voru mér að berast spurningar á tölvupósti fyrir heimapróf sem skal þreytt um helgina. Gangi mér vel.