Tuesday, September 26, 2006

hættur að blogga hér, púllaði john baylon yfir á myspace

Friday, September 22, 2006

þvæla

Það er föstudagur og það er sól og það er gaman (vá ég er alltaf að tala um veðrið). En ég er ekki í sólinni því að ég vinn í gluggalausu rími sem er grafið ofan í jörðina... En nóg um það.

Ég er að fara í ógeðslega skemmtilega veislu á morgun (vonandi). Hlakka alveg mega mikið til að fara í afmælisveislu einnar ágætrar snyrtistofu hér í bæ því að ég var einu sinni að vinna þar og þess vegna fékk ég boð. Já ég ætla að skella mér og verða tipsí með heldri konum og tala um eitthvað snyrtilegt og lekkert, og segja "gasalega" mjög oft! Topp!

Fór að sjá Leonard Cohen myndina á kvikmyndahátíð um daginn og hún var fín. Hann er HEL sexí þessi maður...vá! Svo var líka Nick Cave í henni og hann tók I'm your man af mikilli snilld, hann er ekki sem verstur sjálfur þó svo að hann sé 14 kíló og með kómóver! En mæli alveg með þessari mynd fyrir þá sem hafa gaman af sögum og LC. Vill þó vara fólk við að U2 nær að troða sér þarna inn (god nows why!!!), skemmdi pínu fyrir en maður lifir það af. Hef gert það hingað til.

bless og góða helgi

á myndinni er ég að gleðjast með gömlu starfsfélögunum

Tuesday, September 19, 2006

hei, fór einhver í Vetrargarðinn að taka á móti Magna? Ég klikkaði á því, frétti samt í gær að hann hefði sagt "hell yeah!!" í gríð og erg. Magnað!

En þá er kominn tími til að skella sér í bíó. Tékka á kvikmyndahátíðinni, sem er að verða búin. Jebb. Leonard Cohen. Það má ekki láta þann kynþokkapúka framhjá sér fara.

Friday, September 15, 2006

Það er rigning

Magni var í 4. sæti...phhuu..lélegur árangur. Allir búnir að vera ýkt duglegir að vaka og kjósa og stiðja þennan skallapoppara og svo vandar hann sig bara ekki neitt og lendir í síðasta sæti í úrslitaþættinum = tapaði! Ég er ekki ánægð með þetta. Kannski er ég bara bitur af því að ég sofnaði þegar úrslitin voru að fara að byrja, gat bara ekki haldið mér vakandi yfir klukkutíma upprifjun sem ég var búin að sjá... þoli ekki upprifjunarþætti í svona raunveruleika seríum.

En lífið heldur áfram. Post-supernova. Maður verður bara að finna sér eitthvað annað til þess að verða hooked á. Gæti til dæmis farið að læra heima og einbeita mér að skólanum....neee. Ætla frekar að fara að fylgjast með ANTM, eða bráðavaktinni, sá einn þátt um daginn og ég gæti alveg hugsað mér að ánetjast þeim þáttum aftur eftir 7 ára pásu eða svo.
þessi er alveg brjálaður út af úrslitum Rockstar..