Friday, April 28, 2006

Peninganöldur

Af hverju er maður ekki bara með peningana sína undir koddanum og merkir við í litla bók þegar maður eyðir einhverju! Skil ekki. Það er bara tómt vesen að vera í banka. Þeir eru eitthvað svo pirrandi. Vilja aldrei láta mig fá pening þegar ég þarf á honum að halda og eru alltaf að biðja mig um að láta sig fá peningana mína. Ef maður væri bara með peningana sína heima t.d. inn í áklæðinu á sófanum þá væri þetta ekkert vesen. Gæti samt orðið það ef það kviknaði í eða ef það væri alltaf að slubbast eitthvað í sófann. Ok. Það væri kannski ekki sniðugt. En ég er bara orðin svo þreytt á þessum símtölum í bankann minn og að reyna að eiga við þessa blessuðu þjónustufulltrúa er stundum eins og að tala við vélmenni. Arg!

Ok. Er hætt þessu nöldri. Það er sól og sumarveður úti og ég ætla að fara út og klæða mig úr fötunum og verða brún á kroppinum. Fór meira að segja út að skokka í gær. Það var alveg yndisleg tilfinning;-) ooohhhhh...orðið bongóblíða er hræðilegt. Er að hlusta á Rás 2 og það er búið að segja það orð svona 10 sinnum á hálftíma í allan morgun.

Mynd: þyrfti að redda mér einum svona klefa út í garð til að geyma peningana mína í.

Góða helgi og hafið það gott í þessari bongóblíðu sem er úti!

Já gleymdi að segja frá árshátíðinni í gullþemanu. Hún var nú bara eins fín og hún getur orðið í sal með tæplega 900 manneskjum, ræðuhöldum, sussi, skvaldri, barþjóni sem kunni ekki að gera mojito, árna georgs, pakka-humarsúpu, hræðilegum skemmtiatriðum frá frístundaheimilunum og hljómsveit sem jahh.. segi ekki meir. En ég skemmti mér konunglega. Fór auðvitað á Ólíver og tók danssveiflu að hætti Bústaða með sigga sving hehe. Þetta var stuð.

Friday, April 21, 2006

g/g

Heil og sæl. Ofbauð ég fólki hér með skítapistlinum að neðan, eða? Það kom ekkert kommet! Ég sem hélt ég væri svo fyndin. Jæja, ég skal bara halda mig við væmnina og systur mína og börnin hennar! En já, það er komið sumar. Eða í gær a.m.k. Held að það hafi farið aftur heim í dag, ógeðis veður sem getur verið hér á þessu blessaða landi. Hef ekki frá neinu merku að segja í bili. Er að fara á árshátíð í Gullhömrum á morgun. Fer í fordrykk á Klúbbnum við Gullinbrú. Sem sagt Gull og Grafarvogur tekin með trompi þessa helgi.
Bless og góða helgi.
hér er mynd af mér í árshátíðar kjólnum mínum.
gullið alveg að gera sig..er það ekki annars svona
sem fólk í Grafarvoginum klæðir sig?

Wednesday, April 19, 2006

Að ganga í hægðum sínum

Jæja þá er ég komin aftur til Íslands eftir stutta en afbragðs góða dvöl í Danaveldi. Það voru ferskir straumar sem fóru um í Köben og Hilleröd þessa helgi fyrir tilstilli mína. Eins og ég nefndi hér að neðan verslaði ég fínt mikið. Tívolíið var ekki samt án mín og ég og mín ástkæra systir tókum smá session í símarifrildi á laugardagskvöldið eftir gott djamm, bara svona fyrir good-times-seik! Ég át eiginlega bara hvítt brauð alla ferðina og drakk smá bjór og klósettið hennar Kristínar fékk líka alveg að finna fyrir því morgunninn sem ég fór heim. Það gerðist nefnilega svolítið sem maður villa aldrei að gerist þegar slíkt ástand er, þið vitið. Já það var allt í einu ekki hægt að sturta niður!! En hún Krístín mín hefur nú upplifað rosalegri fnik og ...stöff. Man þegar aðalsportið í ML var að fara inn í annarra manna herbergi til þess að gera númer tvö. Herbergi þeirra Krístínar og Rósar var ósjaldan stinkandi...hehehe. Það þurfti ekki svona prakkaraskap til að fá lykt í herbergi okkar Jósu, við sáum alveg sjálfar um það hehehe.
Skítablesinn ég kveð í bili. Takk fyrir veturinn. Á morgun er komið sumar;-) E.s. hvar var þessi gaur um helgina?

Thursday, April 13, 2006

Hvad er ad ske..

Ég er í Danmørku. Tad er gaman. Er hjá systur minni í Hillerød. Ætlum í bíó á eftri á danska mynd...when in DK do as the DKs do! Systir mín talar dønsku, tad er fyndid. Ég er búin ad versla ógó mikid í H&M:/ Ætlum í Tívó á laugardaginn. Iceland Express gaf øllum í vélinni frímida í tívolíid tví tad var ad opna í gær. Allir í vélinni kløppudu, tad var cheesy. Nema ég, tóttist vera sofandi, meikadi ekki tessa væmni!
èg sofandi í flugvélinni..
Later.