Wednesday, July 26, 2006

1. í sumarprófs læri

oooohhh...það er alveg hellað að vera á bókhlöðunni á sumrin. ég er svoooo ekki að nenna að vera hér. Fyrir utan að það eru svona 20 hræður á öllu safninu, allar jafn niðurlútar og ég (virðast alla veganna þannig) að þá þekki ég enga þeirra og þar af leiðandi er enginn hér til þess að fara með mér í kaffi, sem er það skemmtilegasta við það að hanga á bókhlöðunni... þetta getur bara ekki batnað. En nú er ég búin að fá nóg í bili og ætla heim að fá mér í gogginn.
Er svo í kvöld að fara að hitta danska vinkonu systur minnar í mat á Hraunteignum. Síðast þegar ég hitti hana voru ég og mín ástkæra systir að rífast eins og hundur og köttur (ég var kötturinn), kemur á óvart! Vorum einhvers staðar á Stikinu danska eftir langt nætur gaman að þræta um...tja gvuð má vita hvað...! Þannig að nú þarf ég að vera alveg "hæ, ég er ekki svona klikkuð eins og þú heldur litla danska snót..ha hah ha!" iikhh, fæ klíju nenni ekki að þykjast ekki vera klikkuð þegar alheimurinn veit betur.
jæja..held að það sé kominn tími fyrir mig að borða gleðipillur og fara heim að púsla..ble
myndin er af mér eftir að ég hef tekið of margar gleðipillur, búin að missa mig í háralitun og farin að stjórna karókí gleði frá mínu eigin heimili..svona fer bókhlaðan á sumrin með mann!

Thursday, July 20, 2006

Krapp

kann ekkert að setja link hérna til hliðar þannig að hér kemur slóðin á myndasíðuna mína: http://public.fotki.com/herbertinn/

oooog...allir hoooppa...

Góðan dag fallega fólk.

það er svo gott veður að ég svíf á bleiku skýji í hæstu hæðum og syng..."horfð'á björtu hliðaaarnaaar, heimurinn hann gæti verið verrrrri..." er líka að hlusta á Rás 2 og kallinn er eitthvað að tala um það að það séu einhverjar milljónir manns í heiminum að fara að hoppa á sama tíma núna eftir smá stund og það á að breyta einhverju um það hvernig jörðin snýr eða einvern djöfulinn!!! Hann skaut því samt inn í að ef þetta mistekst eða tekst of vel að þá gæti jörðinn farið af sínum sporbaug og lent einhvers staðar hjá Plútó. Sel það ekki dýrara en ég keypti það! Veit líka ekkert um hvað ég er að tala.

En að öðru. Ég er komin með myndasíðu og er slóðin hér til hliðar. Þar er hægt að skyggnast léttilega inn í mitt uppákomusama líf og ekki vera hrædd við að láta í ykkur heyra hér;)

Eftir tvo daga er ég komin í frí, jibbí. hlakka mikið mikið til. Þarf samt aðeins að læra fyrir eitt próf en það reddast.

ble í bili og njótið sólarinnar gott fólk.
á meðfylgjandi mynd er óli sem ég vinn með að panikka yfir þessum fréttum með hoppið...

Monday, July 03, 2006

Helgin mín var svona aldeilis fín. Horfði á HM, djammaði pínu, söng eins og engill í singstar, svaf, át mikið og fór í alveg hreint æsispennandi fjallgöngu leiðangur á laugardaginn. Skellti mér upp í Botnsdal í Hvalfirði með Gunnu og Árna G. Auðvitað ekki hægt að búast við neinum venjulegum degi með þessum tveimur. Ferðin upp að Glym gekk nokkuð vel þó svo að á tímabili hafi Árni verið nærri því að sprengja okkar óþjálfuðu hjörtu og vöðva, við vinkonurnar erum ekki í alveg jafn góðu formi og fyrrnefndur Árni. En það gekk allt á endanum 0g við náðum að borða nestið okka á góðum stað nærri fossinum, ég var btw með lang lang heilsusamlegasta nestið, mjög stolt af því. Á bakaleiðinni ákváðum við aðeins að fara aðra leið og þurftum við að vaða yfir á á tveimur stöðum. Það gekk ekki betur en svo að ég missti skóna mína ofaní ána og gekk því í votum skóm til baka og Gunna henti sínum ofaní af mikilli snilld með þeim afleiðingum að þeir fóru á fullt skrið með straumnum niður ána. Hann Árni okkar var ekki lengi að klæða sig í skóna sína og hlaupa af stað á eftir skótuðrunum hennar Gunnu. Við sáum ekkert hvert hann fór maðurinn hljóp svo skart niður eftir (eins og honum einum er lagið) og vissum ekkert fyrr en við sáum hann koma til baka með veiði dagsins og stoltið skínandi. Gunna var mjög þakklát. Auðvitað þurfti ég líka að misstíga mig, er ennþá pínu aum en það var ekkert mál því ég gat hlegið endalaust af óförum vinkonu minnar,hehehe.
ég á toppinum á fjallinu