Thursday, August 31, 2006

Þjóð sem kann víst að standa saman..

Jæja, þá er það staðfest að Magni er kominn í 5 manna úrslit í Rock Star. Fékk flest atkvæði allra í þættinum í gær!! Þetta getum við. Allir standa saman og leggjast á eitt og þá er allt hægt. Hvar var þessi samstaða í mótmælum við Kárahnjúka, Íraksstríðið... Hvers vegna voru ekki sjónvarps- og útvarpsauglýsingar þá til að fá alla niður á Austurvöll til þess að mótmæla, standa saman gegn valdinu sem valtar yfir okkur? Kannski voru þær þar en meðaljóninn tók bara ekki eftir því vegna þess að það tengdist ekki skemmtanaiðnaðinum. Svo pirrast maður út í unglingana sem svo erfitt er að fá til þess að kíkja á hliðargötur mainstream-strætis þegar maður tekur sjálfur ekki þátt í því að mynda samstöðu og öflugt hópafl gegn því sem skiptir virkilega máli. Já, ég held að ef allir þeir sem vöktu og kusu Magna í fyrri nótt , þar á meðal ég, ættu að hugsa hvað þeir gætu gert næst þegar stjórnvöld taka mikilvæga ákvörðun um landið okkar og gjörðir þess. Það er gott að vera vitur eftri á!! En maður lærir meðan lifir og það þýðir ekkert núna að segja "hvað eigum við svo sem að gera..." Við getum bara gert helling. Alla vegana ætla ég að gera eitthvað.
mynd: ég að gera eitthvað

Monday, August 28, 2006

Jæja, ég hljóp. 17 mínútur. Jebb, nokkuð ánægð með það. Stefni svo bara á 10 km. næst. Ætla að mynda hlaupa grúppu fyrir það. Áhugasamir hafa bara samband við Þórhall vin minn, hann sér um allt svona fyrir mig.

Skólinn að fara að byrja. Vinnan byrjuð. Lífið heldur áfram. En djammið er leiðinlegt. Nenni því ekki. Er hætt í bili, að fara í bæinn a.m.k. Þetta er tómt vesen. Og peningna eyðsla mikil.

Hlakka til að komast í jólafrí. Of snemmt!? Veit það ekki. Spyrjum að leiks lokum.

Farin að tala í síman. Bless í bili.

Friday, August 18, 2006

Óvænt!!

Jæja, þá er bara sólahringur í hlaupið, spennan magnast!!
Í gær fór ég í surprise partý sem var haldið fyrir einn góðan vin á bar í bænum. Hann varð alveg orðlaus og ótrúlega glaður. Það er þó kannski aðeins of djúpt í árina tekið að segja að maðurinn hafi verið orðlaus því þetta var enginn annar en hann Giorgio og hélt hann bara 3 ræður og söng eitt lag (í sínu eigin afmæli) en á hans mælikvarða hlýtur það að teljast orðleysi!!
Ég fór að velta þessu fyrirbæri fyrir mér sem svona óvænt partý eru. Það hlýtur að vera alveg frábær tilfinning að halda að maður sé bara að fara á kaffihús með nokkrum vinum og svo tekur bara við þér risa hópur af fólki sem þekkir þig úr öllum áttum. Að vita til þess að allir hafi lagt það á sig að hafa samband og mynda net í kringum þig þannig að fólk úr sem flestum áttum geti komið. Allir svo alveg þvílíkt að passa að þú fattir ekki neitt. Alveg magnað. Ég ætla að fara að gera þetta. Bara af minnsta tilefni. Safna fullt af fólki saman til þess að fagna hinu og þessu hjá vinum mínum. T.d. ef Þórhallur (sem er á myndinni hér fyrir neðan) fær góðar niðurstöður úr ristilskoðuninni eða ef Sveinn höslar á djamminu á morgun...það eru ýmsir möguleikar í þessu.
ég smellti þessari mynd af giorgio í gær þegar hann mætti í partýið. sjáiði hvað hann er rosalega hissa...

Tuesday, August 15, 2006

læri læri tækifæri

ég ætla að hlaupa 3 km í Reykjavíkur Maraþoni Glitnis! Jebb, ég bara hendi þessu hér með á alnetið eins og ekkert sé. Sumir mega halda því fram að ég muni aldrei getað staðið við þetta en jú, það get ég svarið að ég ætla... að reyna! Það er nú ekki eins og ég sé að tala um 42 km maraþon, spandex galli, vatnsbrúsabelti, sérhannaðir hlaupaskór og svitaband. Meira svona það sem kallast skemmtiskokk, gömlu ML-bekkjabúningsbuxurnar, músíktilrauna stuttermabolur og gamlir strigaskór sem ég ákvað að yrðu hlaupaskór og svitaband, það er það eina sem fær að fljóta með sem gæti kallast alvöru hlaupadót! Þið sem viljið koma og hvetja mig þá er ræs klukkan 11:00 á laugardagsmorgun, ætli ég verði ekki ca. hálftíma að skokka þetta þannig að ég verð í markinu um kl 11:30, hvet alla til að hvetja mig! Svo er það bara sund og svo menningarskammtur ársins. Sjáumst;-)
mynd til hægri:ég að æfa mig fyrir skemmtiskokkið á tánum...ég er svo mikið náttúrubarn

mynd til vinstri:vinir mínir Þórhallur og Sveinn að hvetja mig áfram

Tuesday, August 01, 2006

2. í sumarprófs læri

Jæja þá er ég mætt aftur. Hef ekki getað fengið mig til þess að drullast hingað fyrr vegna biturrar reynslu í síðustu viku. En núna er ég hér. Hefði líklega ekki komið nema af því að Auður hlunkur er hér líka að engjast um...
En já, sólin skín og það er 20 stiga hiti svo að ég bíst við að dvölin mín hér í dag verði ekki ýkja löng... ok ég er hætt að tala um það, og vorkenna mér að ég þurfi að vera að læra, þetta er jú mitt eigið val!!
Keypti mér tölvu í gær og BT var alveg að missa sig í að gefa mér eitthvað frítt með. Það fyndnasta sem ég fékk var kassi, já kassi af nýja orkudrykknum BT Bomba. Þannig að ef ykkur vantar orku til einhvers, já hvers sem er þá skal ég skaffa orkuna.
á myndinni eru ég og vinir mínir að flippa eftir að hafa drukkið heilan kassa af BT Bombu..