Wednesday, November 30, 2005

Það er blessuð blíðan..

Sælir vinir nær og fjær, hvað er þá á seyði? Jæja það er enn allt að gerast í mínum íbúðar og vesenismálum og það nýjasta er að ég fæ afhenda nýja íbúð á morgun 1.des. Jájá þá verður Bragi yfirgefinn fyrir fullt og allt nú um helgina. Auglýsi hér með eftir hressu fólki sem er til í eitthvað skemmtilegt..ee..flutninga! Nei nei, en án djóks að þá eru allir velkomnir í flutningshjálp sem vilja, síminn er opinn. Nýja pleisið er alla leið úti á Seltjarnarnesi og leggst það bara vel í Herbertinn að fara smá í burtu frá bænum, þá er minni "hætta" á að maður sé að draga fólk og fé í eftirpartý og þannig sukk, en aðrar heimsóknir eru velkomnar að sjálfsögðu:-) Minns er farinn að hlakka ógurlega til að fara að koma mér fyrir, jólaskreyta og baka jólakökur og þannig sjitt.
En læt þetta duga í bili. Á enn eftir að tjá mig um sokka og unglingakúlið eins og ég lofaði áður en hörmungarnar dundu yfir. Bæ í bili.
E.s. já Siggi við fjögur fræknu verðum að fara að taka góðan sprett áður en langt um líður, ég er til hvenær sem er;-)

Friday, November 18, 2005

Leikþattur partur II

VV: Jæja hvernig gengur að búa hjá mammsí?
H: Það gengur bara ágætlega, maður er í fríu húsnæði og svona. Stöð 2 og Bíórásin, frír matur og maður þarf ekki að gera neitt..
VV: Össs, bara lúxus á kellingunni..
H: Jájá, það er veldi á manni þó maður sé hættur í skólanum. Maður bara finnur sér eitthvað annað að gera sjáðu til. Er til dæmis komin með meiri vinnu hjá Ítr og svo náttúrulega blaðaútburðurinn
VV: Já hvernig gengur það? Hvenær þarftu eiginlega að vakna?
H: Klukkan hringir 05:20 og ég er komin framúr ca. þremur mínútum seinna. Svo er ég komin aftur heim um kl.07. Þá er fólkið að skríða frammúr á heimilinu og ég æðislega fersk, ég fíla það í botn:-)
VV: Vá maður þú ert rugluð. En hvað ertu svo að fara að gera annað á daginn áður en þú ferð að vinna?
H: Nú bara taka því rólega. Fer í sund hérna í uppáhldslaugina mína, þá bestu í bænum (Laugardals auðvitað). Svo til dæmis bakaði ég brauð í dag.. Svo bara hitt og þetta.
VV: En hvað ætlaru að gera í íbúðarmálum? Ekki getur verið þarna í sælunni endalaust?
H: Nei, það eru nefnilega góðar fréttir í þeim málum. Ég fer að öllum líkindum aftur á Bragagötuna, og örugglega (vonandi) fyrir jól. Það á bara að laga sturtu/bað aðstöðuna í kvelli svo við getum haldið áfram að leigja þarna.
VV: Vá en frábært að heyra..
H: Já ég var mjög ánægð að heyra það. Mér þykir svo skrambi vænt um hann Braga minn. (Nenni líka ekki að flytja)

Jæja þá vitiði það, Hermína er í góum málum þessa dagana. Við skulum bara vona að hún endi ekki í ruglinu eins og svo margir sem flosna upp úr skóla! En fylgist spennt með þegar þið sjáið hana arka um götur bæjarins aðgerðar- og stefnulausa, klórandi sér í hausnum og borandi í nefið, verið viss um að hausinn sé rétt skrúfaður á áður en þið hefjið samræður við þessa kolrugluðu hæna!

Tuesday, November 15, 2005

Leikþáttur

Hermína: Sæl öllsömul. Afsakið hvað ég er búin að láta líða langan tíma milli blogga.
Vinir og vandamenn: Hæ, loksins. Hvað er eiginlega að frétta, hvar ertu búin að vera?
H: Viljiði góðu fréttirnar, slæmu fréttirnar eða vondu fréttinar fyrst?
VV: Ha!? Hvað meinarðu? Er svona mikið búið að vera í gangi? Hmmm... komndu með góðu fréttirnar fyrst.
H: Ókei. Hmmm... hverjar voru þær aftur! Man það ekki. Byrja bara á verstu og svo batnar það ...vonandi
VV: Ókei.
H: Sko. Baðherbergið okkar á Bragagötunni hrundi og í ljós kom að það var myglað og er ónýtt. Þannig að núna höfum við ekkert bað og enga sturtu og getum því ekki þrifið okkur. Þar sem það þykir víst ókostur við íbúðarhúsnæði höfum við ekki annarra kosta völ en að flytja en það er nú hægara sagt en gert eins og flestir vita.
VV: Í alvöru! En svakalegt að heyra...
H: Jájá. Nú, þar sem við eigum báðar góða að er ekkert annað í stöðunni en að flytja í foreldrahús..tímabundið..afar tímabundið. Þetta þýðir að ég þarf að fara að pakka niður öllu draslinu mínu sem er ekkert lítið. Ég er nú búin að búa á Braga í tvö og hálft ár og er því búin að dreifa ansi vel úr mér. En til mömmu skal haldið og mun það gerast í dag.
VV: ó nó. Hvernig verður það? En hvar muntu sofa?
H: Nú það er svoddan lán í óláni að systir mín skuli vera erlendis, þannig að ég get plantað mér í herbergið hennar..tímabundið..
VV: En hverjar voru hinar fréttirnar?
H: Þær eru að ég er hætt í skólanum. Já já bara hætt. Ekki búin að gefast upp, heldur er ég einungis að bjarga geðheilsu minni, sem hefur átt sínar hæðir og lægðir í gegnum tíðina. Ég er bara í einhverri klemmu með skólamálin mín og ákvað því að taka mér pásu um óákveðin tíma
VV: já en..
H: slakiði á! Ég er ekki hætt í mínu akademíska námi, er bara að taka mér smá pásu. Stefni að því að taka að mér meiri vinnu eftir áramót og hugsa um e-ð annað en skóla og nám í smá tíma. Er meira að segja búin að fá mér aðra vinnu til þess að hafa einhverjum skildum að gegna sem er auðvitað nauðsynlegt fyrir fullorðna manneskju. Er sem sagt farin að bera út Fréttablaðið og er hér með orðin A-manneskja.
VV: Ha, en þú hefur alltaf verið B-manneskja..
H: Jájá en nú er breytinga að vænta í lífi mínu. Sumar voru óumbeðnar en aðrar eru mjög svo meðvitaðar! Þá er bara að finna sér aðra íbúð og auglýsi ég hér með eftir einhverju bitastæðu..

framhald síðar

Wednesday, November 02, 2005

Það er svo gaman þegar maður lendir í hláturskasti (lendir í?), ég meina fær hláturskast og svo þegar maður er að deyja úr hlátri, nær ekki andanum, fer hugurinn út fyrir mann og maður fer að sjá fyrir sér hvernig annað hvort fyndna atvikið leit út eða hvernig maður lítur út að deyja úr hlátri kannski þar sem maður á ekkert að vera að hlæja svona mikið. Ég skal gefa ykkur þrjú dæmi.
1. Var einu sinni heima hjá foreldrum einnar ML vinkonu og við vorum í þynnku, búnar að borða mikið nammi og snakka, hakka eins og okkur er einum lagið! Svo fékk mín hláturskast (man ekkert af hverju) og var að míga í mig af hlátri, hljóp á klósettið og frussaði úr friðrikunni! Svo prumpaði ég svona líka rosalega og í klósettið þannig að það bergmálaði um hebergið. Þetta væri náttúrulega ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að pabbi hennar var í næsta herbergi og hann heyrði þetta pottþétt og ég náttúrulega dó úr hlátri og gat ekki hamið mig, svo fór ég út fyrir mig og fór að sjá mig fyrir mér sitjandi á klósettinu (eins og þið eruð örugglega að gera núna..mmm..næs) í hláturskasti yfir prumpi í klósett!
2. Var að keyra með mömmu um daginn. Hún var að keyra pólóinn sem hún bara með einhverju móti getur ekki! Vorum bara í tjillinu á rauðu ljósi í brekku. Svo kemur grænt og mamma tætir af stað og þá hafði sætið hennar greinilega ekki verið alveg fast þannig að það hrekkur til og við báðar missum okkur á vit hlátursins og hún að keyra, auðvitað á 5 km hraða því við hlógum svo mikið og þá fór ég út fyrir mig og ....
3. Var aftur að keyra með tveimur vinkonum um daginn og við vorum á leiðinni á karlakóramót í Hafnarfirðinum. Það var ýkt mikill nýfallinn snjór og hálka og við alveg massamikið klæddar (á leiðinni á karlakóramót nota bene) á sumardekkjum. Svo rann bíllinn til í hálku á hringtorgi og við riktumst allar til, kappklæddar, í Hafnafirðinum, á leið á karlakóramót og þá gat ég bara ekki annað en farið út fyrir mig og þá.....
Jamm, fattiði ekki alveg hvað ég meina!!?
Þriðja dæmið endaði samt þannig að við tímdum ekki að borga okkur 2000 krónur inn (sem við sáum reyndar seinna eftir) þannig að við fórum í Nóatún og keyptum okkur nautakjöt, döðruðum aðeins við gæjana í kjötborðinu (sem fóru bæ ðe vei í blað/skæri/steinn um hver ætti að afgreiða okkur) fórum svo heim og hökkuðum (í okkur nautið mmm) Ég að tékka:
Seinna..