Friday, September 30, 2005

Lára Klára og Heimurinn Geimurinn

Þetta er hún fallega systir mín og hún er að fara að halda út í heim á vit ævintýranna í næstu viku, ég á eftir að sakna hennar heilan helling, snárf,snárf...

Thursday, September 29, 2005

Good times...

Var að skoða bloggsíðu Gunnu vinkonu áðan og sprakk úr hlátri yfir mynd sem hún setti þar inn af sér frá því í 10. bekk tékkið á því http://blog.central.is/liverpoolfarar Ég tók þessa mynd og þið getið ekki ímyndað ykkur hvernig ég leit út akkúrat þennan sama dag, ó mæ god!
En ég hef verið að hugsa til baka þessa dagana. Fór nefnilega í partý um daginn þar sem gamlir skólafélagar úr Laugarlæk og Laugarnes vour saman komnir auka annarra og voru gamlar Skólafélagar mínir bækur uppi á borðum. Þarna voru ég og bekkjarfélagar mínir úr 3. til 7. bekk í einhvers konar persónuleika prófum um það hver væri þyngst(ur), hver hafði hæstu markmiðin í lífinu í flokknum " ég ætla að verða", hvað færi mest í taugarnar á manni og hvernig tónlist maður hlustaði á. Man ég hvað maður lagði mikinn metnað í að koma vel út í þessum bókum (alla veganna ég) og vera ávallt hnittin og sprellandi í svörum sínum. Það fór ýkt mikið í taugarnar á mér fólk sem sagði "veit ekki" trekk í trekk, og gerir reyndar enn í dag en það er önnur saga. Í þessu partýi sem ég minntist á grétum við hreinlega úr hlátri yfir mjög svo fyndnum svörum okkar og hefði mig ekki getað grunað það hversu mikla lukku þessar bækur ættu eftir að vekja ca 15 árum seinna. Í 3. bekk hafði ég til dæmis skrifað að uppáhalds námsgreinin mín væri stafsetning nema hvað að ég gerði stafsetningarvillu í orðinu stafsetning, skrifaði "stafsening"! Svo hafði ég sagt í flokknum "mér leiðist mest" að það væri að tala við Gísla sem er líka fyndið fyrir þær sakir að Gísl er einn af þeim sem mér finnst hvað skemmtilegastir úr grunnskólavinahópnum. Uppáhalds lagið mitt úr 5. bekk var svo "menn inda minró" sem átti víst að vera Man in the mirror með Michael Jackson. Svona gæti ég haldið lengi haldið áfram en ég hvet ykkur öll til þess að grafa þessar gersemar upp ef þið eruð að fara að bjóða gömlum skólafélögum í heimsókn, ég garantera mikið stuð, þ.e.a.s. ef vinir ykkar hafi verið duglegir við að segja það sem þeim finnst ár eftir ár og sagt gullmola líkt og ég og ein vinkona úr 7. bekk um uppáhalds hljómsveitina " allaveganna ekki White Snake"

Tuesday, September 27, 2005

Bömmer eða sjálfsendurskoðun?

Hér með er mikilvæg ákvörðun tekin í lífi mínu! Ég er hætta að misbjóða búki mínum með því að hella niðursoðnum vökva í grímuna helgi eftir helgi þannig að ég engist um í volæði og vanlíðan daginn eftir! Þið eruð vitni um þetta kæru vinir. Án djóks þá er þetta ekki lífsmátinn sem ég hafði í huga þegar ég var lítil og horfði með stjörnur í augunum til glæstrar framtíðar með blóm í haga. Eins og hefur komið fram hér á þessari síðu að þá er ég að eldast og ég vil ekki vera gömul, hrukkótt og lifuð fyrir aldur fram vegna þess lífstíls sem ég hef verið að lifa undanfarið. Ekki það að ég sjái eftir síðustu árum á barnum og í hinum og þessum partýum, það er bara kominn tími til að hægja á ferðinni, staldra við og njóta augnablikanna án þess að þjóta framhjá á blússandi hraða 21. aldarinnar. Og hananú!
Ok, tékkum hvað ég hef um þetta að segja á föstudaginn þegar helgar púkinn fer á stjá. Verður sjálfsaginn til staðar? Mun ég hugsa um heilasellurnar sem hugsanlega verða drepnar í massavís? Er mér sama um fjöldamorð frumna sem gætu gert mig að forseta íslenska lýðveldisins einn góðan veðurdag eða Mannfræðingi Ísland árið 2020 ef þær fengju að lifa? Þetta eru allt spurningar sem vert er að velta fyrir sér áður en búkur er fylltur og sjálfstjórnin er fyrir bí. Hugsið um þetta kæru vinir...

Friday, September 23, 2005

Leitin að raunveruleikanum

Ég er svo hrikalega stolt af mér í dag. Ég veit ekki hvort þið trúið þessu upp á mig en ég vaknaði klukkan 7 og var mætt í ræktina með Birnu klukkan 7:30! Vá ég trúi þessu varla sjálf... Vaknaði sem sagt við mína eigin vekjaraklukku, sem er reyndar eins og hún sé að deyja þegar hún hringir (keypti hana líka second-hand í París í vor) og símann hjá gaurnum á neðrihæðinni sem ég kýs að kalla Þorparann vegna þess að hann hlustar á lagið Þorparinn með Pálma Gunnars endalaust og n.b. ég heyri nákvæm orðaskil í þeim skötuhjúum. Ég veit örugglega meira um þau en bestu vinir þeirra, en ég fer nú ekki nánar út í það hér. Eftir að hafa barið sjálfa mig fram úr rúminu og hugsað til Birnu sem kom í strætó frá þeim guðs volaða stað Grafarvogi, stökk ég upp á hjólið mitt og lét mig renna á Háskólasvæðið. Þurfti reyndar svolítið að reyna á mig í Hljómskálagarðinum vegna strekkings að norðan og fékk þar að auki smá gusu úr tjörninn á mig, ekki mjör bragðgott. En ég meikaði það í íþróttahúsið og við púluðum í góðan hálftíma eða svo og síðan héldum við fílelfdar á Bókhlöðuna og réðumst á bækurnar og tilbúnar að sigra heiminn. Held að ég fari að gera þetta að vana nú þegar maður er kominn með félaga í gymmið. Sjáum til hvernig það gengur. Myndin er af mér í morgun að púla..
En að öðru. Hver sá Leitina að ísl. bachelornum í gær? Rétt upp hönd. Æ, þetta er nú eitthvað mis. Þegar maður miðar þetta við bandarísku þættina að þá vantar allan glamúr og allt glans á þetta sem gerir þættina svo (ó)raunverulega. Þetta var einhven veginn of raunverulegt sem er samt hálf asnalegt að segja um raunveruleikaþátt. En ég meina ég er ekkert að horfa á sjónvarpið til þessa að upplifa einhven raunveruleika, ég lifi bara í mínum raunveruleika. Ég vil bara ýktar tilfinningar og framkomu sem ég get gagnrýnt og hlegið að, ekki bara eitthvað fólk sem er að segja bara venjulega hluti. Bind núna miklar vonir við Ástarfleygið á Sirkus, vona að þar verði einhverjir froðuhausar, súpandi geislavirka drykki sem fá þau til að roðfletta mann og annan! En sjáum hvað setur.
Hætt blaðri í bili.

Thursday, September 22, 2005

Fimmtudagur

Auður meiðleigjanda mín kom með hrikalega úrslita kosti fyrir mig um daginn. Vorum eitthvað að spá í leiðinlegu sjónverpsefni eins og til dæmis Þak yfir höfuðið og þá segir hún "ok, hvort mynirðu frekar vilja horfa á Þak yfir höfuðið eða GameTíví?" Guð minn góður ég held að það væri mín versta martröð að vera lokuð inn í herbergi og eiga að horfa á annan hvorn þáttinn... Fæ hrillingsgæsahúð við tilhugsunina. Langar ekki að hugsa það til enda. En alla veganna, langar til útlanda... Er að hugsa um að fara að leggja fyrir og fara í Evrópureisu næsta sumar og heimsækja alla sem ég þekki þar, og kaupa allan heiminn!!

Tuesday, September 20, 2005

Góðan daginn frú mín góð...


Esjan er orðin hvít! Ja hérna hér. Var líka að labba áðan (úti) og það kom slidda, slidda, skrítið orð. En ég er greinilega að verða gömul því ég tala bara um veðrið, það er alveg greinilegt, fer ekkert leynt með það.
Var að horfa á Emmy-verðlaunin á sunnudagsnótt og viti menn þeir voru ekkert að leyna því hver vinnur Americas Next, bastarðarnir. Svona er það að vera svona mikið eftir á í þessum bransa. Djö, nú verður ekkert gaman að horfa á þetta. En ég ætla nú samt ekkert að vera að deila því með ykkur hver hreppir titilinn, það væri nú ekki gaman fyrir suma..
Er á bókhlöðunni og fólk er bara að tala í síma og hafa háfaða. Ég bara skil þetta ekki, hvað er málið? Er ég bara orðin svona gömul og pirruð og ný símatalandi kynslóð á bókasöfnum tekin við.. Ja, ég botna bara ekkert í þessu. Skellti inn einni mynd af mér í strætó í dag.. Var að taka stöðuna á vindganginum!

Sunday, September 18, 2005

Helgaruppgjör

Föstudagskvöldið fór ekki alveg eins og ég hafði ímyndað mér. Ég drakk pínulítið of mikið af mojito og fór í bæinn og allt og var svo ekki komin heim til mín fyrr en kl. 14 næsta dag sem þýðir að bókhlöðuferðin mín fyrirhugaða varð að engu (jinxaði líklega ferðina með því að hrósa mér fyrirfram). Nánari útskýringar á þessu verður EKKI að finna hér á þessari síðu... En það var samt alveg mjög skemmtilegt þetta kvöld/nótt. Gisti svo hjá mömmu í nótt (lau) en svaf ekki mikið því systir mín kær hringdi vælandi, skjálfandi og emjandi yfir einhverju sem ég gat engan veginn skilið en auðvitað hoppaði ég upp í bíl(inn með hverjum sem er...!) og þeystist niðrí bæ til að knúsa greyjið. Svo hlógum við bara að öllu saman í morgun. Bókhlöðuna gat ég svo ekki flúið í dag og bókunum var ekki hlíft fyrir áköfum flettingum mínum og störu... en nú er verið að loka og því ætla ég að hoppa út í sólina og gera eitthvað skemmtilegt. Hrekk alltaf jafn mikið í kút þegar tilkynningin glymur hér í húsinu um að það sé verið að fara að loka, þetta er alveg óþarflega hátt.
Bless í bili.

Friday, September 16, 2005

Haustið í hausnum á mér

Ég hef fengið ábendingar um það að fólk skilji ekki hálft í því sem ég segi hér. En það verður bara að öppdeita skilningsvitin í hausnum á sér og vera í takt við nýja tíma. Ég lifi á tækni og framfara tímum og verð bara að haga mér í takt við það, annars verður maður undir í þessu samfélagi. Ókei, ég skildi nú sjálf ekki megnið af þessum pistli!

Er að fara að vinna í mínum ástsælu Bústöðum í kvöld, föstudag og er svo boðin í mojito-kveðju-boð í Kópavoginn. Ætla þar að knúsa nokkrar skvísur sem eru áleiðinni á vit ævintýranna í París í vetur og það er aldrei að vita nema maður skelli sér bara í heimsókn við gott tækifæri. Ætla nú samt ekkert að sleppa fram af mér beislinu í kvöld, ætla nefnilega að vera mætt á bókhlöðuna klukkan tíu í fyrramálið, úff ég er svo dugleg. Alltaf gott að hrósa sér fyrirfram...

En hvað er málið með þetta veður í dag!? Alveg eðal haustdrungafílingur. Sat í strætó áðan og hlustaði á Nirvana Unplugged og það átti svo vel við, þið munið kannski eftir sviðsskreytingunum á tónleikunum, hvernig voru litirnir?, jú haustlitir. Og mellonkollí fílingurinn eftir því. En ég var samt ekkert að hugsa um að sprauta mig með heróíni og semja lög um misjafna æsku mína og giftast síðan rokkdruslu allra tíma sem hefur ekki unnið sér inn neitt á eigin vegum, er bara fræg fyrir að vera ekkjan hans, huhum missti mig aðeins. Helvítis bleðlan...

En alla veganna haustið er yndislegt, njótið litanna og rigningarinnar.
Seinna

Wednesday, September 14, 2005

Imbakassatal

Aaaaaaa..... það er strax allt of mikið að gera í skólanum, ég er nú þegar komin langt aftur úr í lestrinum og....aaaa.... Ekki örvænta litla barn, bara flýta sér hægt, flýta sér hægt. Já en ,já en.. Ekkert já en bara taka lífinu með ró og gera það sem ætlast er til af þér, hægt en fljótt..ha!!?

Ókei, ég er ekki nógu sátt með úrslit the Cut í gær. Sætasti gaurinn var rekinn og hann átti það svo ekki skilið. Ég og Auður rúmí vorum alveg argandi vitlausar yfir þessu í gær, vonandi gerist eitthvað meira djúsí í Americas Next í kvöld. Já bæ ðe vei 33 ára gaurinn ekki lengur að vinna Í Búst. bara hættu (smá upplýsingar fyrir siggaling). Vá hvernig tengdist þetta Americas next, veit ekki. Lost bara búið og allt í háloft á eyjunni okkar, ég veit ekki hvar þetta endar. Ókei ég held að ég horfi allt allt of mikið á sjónvarp. Verð að hætta því og fara að læra.

Takk fyrir síðast til þeirra galeiðu þræla sem ég hitti á laugardaginn, ég veit ekki hver þið eruð en vonandi vitið þið það...
Seinna.

Thursday, September 08, 2005

Hvað.....?


Þessa mynd af mér ætla ég að senda með umsókninni minni í Íslenska bachelorinn!

Hvar er raunveruleikinn,hvar ertu lífið sem ég þrái...

Vúhú, Americas Next byrjaði aftur í gær, got to love those gals.... Alveg eru þær nú samt steiktar þessar píur. Eitt sem vantar þó í þessa þætti og það er einhver mögnuð lína til að segja við stelpuna sem er rekin hverju sinni. Eins og til dæmis í The Apprentis þar sem Trumpinn segir "you are fierd(vá ég er orðin svo léleg í ensku að það er ekki fyndið)" eða í nýja eðal þættinum á Sirkus, The Cut þar sem Tommy Hilfiger segir "you are out of style" hahaha megamagnað... Það væri til dæmis hægt að segja við hana "you are ugly" eða "you are to fat" og síðan geta þau laumað að henni umsóknareyðublaði í The Swan. Merkilegt samt hvað þær eru oft reknar burt út af persónuleikanum, Tyra lætur sem það skipti stundum öllu máli..hvað er það! En allaveganna að þá hlakka ég mikið til miðvikudagskvölda í vetur og daginn eftir þegar maður talar um þær eins og vinkonur manns, híhí ég elska gerviraunveruleika..

Tuesday, September 06, 2005

Krókódíll í pels

Búin að fara í annan tíma og það gekk aðeins betur. Mætti á réttum tíma og hann var lengur en fimm mínútur. Þetta var nú bara léttur kynningirtími í mannfræði kynmenningar og m.a. áttu nemendurnir að kynna sig, allir fóru að hlægja þegar ég kynnti mig, man ekkert hvað ég sagði, þannig að ég veit ekkert af hverju allir hlógu!!

Bústaðir hófu göngu sína aftur eftir sumarfrí í gær og ó hvað það var gott að koma í litlu kjallaraholuna mína. Ekki misskilja mig Þróttheimar eru ágætt pleis en Bústaðir, ó Bústaðir... Vegna þess að það var mánudagur í gær var náttúrulega staffafundur milli 5 og 7 og var hann sameiginlegur með Tónó og Þrótth. Það var svo rafmögnuð stemmning á þessum fundi að það er ekki fyndið. Það voru allir eitthvað svo æstir og það þurftu allir að tala í einu og segja brandara. Þetta er náttúrurlega svo fyndið fólk. En það var greinilega mjög mikill spenningur í búkum fólks og hlakka ég því sérstaklega til tveggja starfsdaga í röð um helgina í faðmi þessara skrímsla.

Að öðru. Sætir karlmenn. Já þeir eru nokkrir til í heiminum. Er búin að sjá nokkra undanfarið. En þeir eru allir útlendingar og til í heimi sem ég á ekki heima í. Nokkur dæmi: meðlimir Franz Ferdinand jamm, Johnny Depp í Jay Leno í gær jammí, Sawier (veit ekki hvernig það er skrifað) úr Lost úff á ekki til orð. Já. Þetta var hönk horn heru í dag. Takk og bless.

Friday, September 02, 2005

Fanz Ferdí

Ætla að kíkja í Krikann í kvöld (ekki handakrikann samt, tékkaði á honum í sturtu áðan og hann var bara í fínu formi) og hlíða á tóna skosku hljómsveitarinnar Franz Ferdinand. Er ekki ennþá komin í neitt sérstakt rokkstuð, kannski af því að ég kann engin lög með þessari hljómsveit. Þegar ég segi kann engin, þá meina ég að ég get ekki sungið með neinum lögum og þekki ekki laglínurnar utan að sem mér hefur þótt mjög mikilvægt þegar ég fer á stóra tónleika sem þessa. Þið vitið, maður stendur svona rokklega, rétt fyrir aftan þvöguna (of fullorðin fyrir þá geðveiki) dillar sér í takt (samt ekki of mikið til að missa ekki kúlið) og mæmar nokkrar línur í hverju laga til að sýna öðrum að maður kunni þetta sko alveg utan að!! Eða gerði ég þetta þegar ég fór að sjá Brúðubílinn þegar ég var 8 ára, var orðin of gömul fyrir þvöguna fremst en vildi samt kíkja á svæðið til að sýna mig og sjá aðra...getur verið, maður er farinn að rugla þessu öllu saman. En eitt lag með Franz kann ég þó all vel og hef sungið ja, oftar en 10 sinnum í Sing Star og það er smellurinn Take me out. Flott lag en þegar ég heyri það líður mér eins og mér sé orðið bumbult af jarðaberja búðing með og miklum kankilsykri...
Vá, ég er svona spennt fyrir kvöldinu! Nei,nei smá ýkjur. En góða helgi allir saman og engan gammagang í miðbænum þið sem vitið hvað ég meina.
Seinna.

Thursday, September 01, 2005

Í skólanum,í skólanum...

Okei, skólinn byrjaður. Mætti í fyrsta tímann minn í dag sem heitir svo mikið sem Etnógrafía Eyjaálfu. Tíminn byrjaði kl.11:15, ég mætti kl.11:20 og hann var búinn kl.11:22. Já ég mundi segja að fyrsti dagurinn í skólanum hafi gengið eins og í sögu, mjög stuttri sögu en samt...

Fór niðrá Tíu Dropa í morgun til að fá mér kaffi og þannig og lenti auðvita á inntens kjaftatörn við Dísu (Gunna, þú veist hvað ég meina), kannski þess vegna sem ég var of sein í skólann fyrsta daginn. Svo þegar ég var að fara byrjaði ég að leita að hnútnum á svuntunni aftan á mér!! Sem var frekar undarleg hegðun því ég var ekki með neina svuntu og hef ekki sett slíkt apparat á mig í tvö ár eða svo, eða frá því ég hætti að vinna þarna. Veit ekki hvað þetta þýðir en að koma þarna inn er eins og að fara í gamla skó maður bara gerir eitthvað sem maður er vanur að gera án þess að hugsa um eitt né neitt. Verð að fara að herða skrúfurnar í hausnum á mér áður en ég fer í næsta tíma í skólanum. Vil ekki lenda í því að koma inn í tíma og labba upp að töflu og fara að kenna japönsku eins og ég gerði alltaf þegar.....what!! Note to self: kaupa herðingartæki fyrir heilaskrúfur.
Seinna

Dagur 1

Hahahaha þetta tókst ég er orðin stolt bloggpía. Vá ég er svo spennt, verðað setja inn myndir og alls konar þannig stöff, bæ í bili Hera svera sterapera.