Wednesday, December 27, 2006

Gleðilega hátíð

Kæru vinir, nær og fjær. Vonandi eru þið búin að hafa það gott um jólin so far. Þetta er nú bara hálfnað, hressi parturinn er eftir.
En já, ég fékk fullt fullt af frábærum jólapökkum m.a. nýja sæng og kodda, þrenna eyrnalokka, peysu og tvo geisladiska. Svo át ég u.þ.b. sem nemur heilum hest! Var í líkamlegri vanlíðan öll kvöldin því að ég var búin að vera að troða í mig kjöti og sósu og brúnuðum kartöflum frá því ég vaknaði. Svo fór ég líka í eina skírn og tróð mig þar út af þremur gerðum af brauðréttum...mmm...
Allavegana nóg af þessu hjali, skrifa næst þegar ég hef eitthvað að segja.
á myndinni er ég að háma í mig eftirréttinn á aðfangadag

Thursday, December 14, 2006

Spikaði moðhausinn Ulli fór í reðurígræðslu...jibbí..og hann er með exem!

Já þið veltið eflaust fyrir ykkur hvort ég sé endanlega gengin af göflunum með þessari fyrirsögn. En nei ekki aldeilis. Málið er að þegar maður er að skrifa ritgerð þá eru flestar heimildir á ensku. Það er til snilldar síða á netinu sem heitir orðabok.is og er hún algjört þarfaþing við slíka vinnu. En það skemmtilega við hana er það, að þegar maður flettir upp einhverju orði og vill fá þýðingu frá ensku yfir á íslensku fylgir alltaf með eitt orð sem er líkt því sem maður bað um þýðingu á, nema að það er á íslensku yfir á ensku. Flókið? Nei alls ekki prófið þetta bara sjálf.
Nú, þetta væri að sjálfsögðu ekki frásögu færandi nema fyrir þær sakir að alltaf þegar ég slæ inn orð til að hjálpa mér við þýðingar á heimildum að þá kemur eitthvað hrikalega fyndið orð með á íslensku, sem kemur þýðingunni ekker við. Til dæmis þegar ég sló inn orðið mobilise sem þýðir: kalla til starfa, virkja eða hervæðast, kom íslenska orðið moðhaus með. Þeim á orðabok.is finnst það greinilega eitthvað líkt, ég veit það ekki. En þetta getur verið bráðskemmtilegur leikur og vel hægt að skemmta sér við þetta löngum stundum. Eflaust er þetta samt ekki fyndið nema það komi óvænt þegar maður er að vinna í svona ritgerðum og svoleiðis. Ég tala nú ekki um þegar maður er á bókhlöðunni og ekki vinsælt að maður sé að springa úr hlátri. Ég og Unnur erum ekki þær vinsælustu hér, get sagt ykkur það. En Ulli elskar okkur, samt, ég veit það og hugga mig við það;-)

Thursday, December 07, 2006

Ég mæli með

  • guitar-hero á ps2
  • bókhlöðunni
  • jólasveinum
  • umli á bókhlöðunni
  • kyngervum af ýmsu tagi
  • handaáburð
  • sea turtles from kuwait

Ég mæli ekki með

  • gervibrjóstum
  • durkheim
  • að þurfa að hlamma á bókhlöðunni
  • að fá hláturskast á bókhlöðunni út af afríku barni (guð blessi afríku barnið)
  • súrefnisskorti

Veri þið sæl.